Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1925, Side 32
aö Harding var kosinn með 7 miljón atkvæða meira
hluta, 16 miljón atkvæöum gegn 9. Og þegar hann
hafði myndað ráðuneyti sitt, ráðuneyti sem eftir
dauða hans hefir orðið fyrir miklu skakkafalli af
oliuhnej'xlismálinu í Bandaríkjunum, þótti almenningi
sem sjaldan hefði setið sterkari stjórn að völdutn í
Bandaríkjunum; einkum var þar átt við Hughes og
Herbert Hoover, sem báðir höfðu unnið sér mikla
frægð á ófriðarárunum.
í ræðu einni, sem Harding hélt í uadirbúningi for-
setakosninganna, komst hann svo að orði: aÞegar öllu
er á botninn hvolft, er ríkisstjórn einstaklega einfalt
mál«. Líklegt er, að hann hafi komizt að annari nið-
urstöðu síðar. Stjórnin reyndist honum hvorki einfalt
ué auðvelt mál. Hann vildi vera íriðsemdarmaður í
stjórn sinni og m. a. komast að fullum sáttum við
Evróþuþjóðirnar. Alþjóðasambandssáttmálann þorði
hann ekki að viðurkenna vegna þjóðarinnar, en gaf
í skyn, að hægt myndi vera að gera annan sáttmála
i hans stað. En við það var ekki komandi fyrir hin-
um óbilgjarnari mönnum í flokknum, sem ekkert
vildu af samvinnu við Evróþuþjóðirnar vita. Og stjórn
hans varð að gera sérstaka friðarsamninga við Þjóð-
verja, til að Ijúka ófriðarástandinu við þá. Illkjmjað
kolanámuverkfall skall á skömmu eftir að hann tók
við stjórn, og honum brugðust alveg sáttaaðferðir
þær, er hann hafði ætlað að beita. Bá vildi hann láta
Bandaríkin taka þátt í alþjóðadómstólnum í Haag og
varð það til þess að kljúfa flokkinn. Við þingkosn-
ingarnar 1922 rýrnaði sijórnartlokkurinn að miklum
mun.
í heimsstjórnmálunum verður það afvoþnunarráð-
slefnan i Washington, sem lengst heldur nafni hans
á lofti. Hann boðaði stórveldin til hennar, skömmu
eftir að hann hafði tekið við stjórn, og hófst hún í
nóvember 1921. Að vísu átti hann ekki sjálfur frum-
kvæðið til þessarar ráðstefnu, heldur Borah öldunga-
(30)