Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1925, Side 33
deildarþingmaður. Bandaríkin sýndu þar fullan frið-
arvilja, og þeiin verður ekki kent um, að árangurinn
hefir ekki orðið meiri af þeim fundi en raun ber vitni.
HardÍDg dó af heilablóðfalli 2. ágúst 1923. Var hann
að koma úr ferðalagi um Alaska og var kominn til
San Francisko á heimleið, er hann veiklist af kvefi
og lagðist i rúmið. Dauða hans bar svo brátt að, að
til læknis náðist ekki fyr en hann var örendur.
-------Fó að mikið hafi verið látið afhæfileikum
Hardings forseta, mun hann þó tæplega verða talinn
meðal mikilmenna Bandaríkjanna í sögu þjóðarinnar.
Stjórnmenskuhæfileikar hans rej'ndust, þegar á hólm-
inn var komið, ekki eins miklir og menn gerðu sér
vonir um, og þar varð engra afburða vart. Hann varð
forseti vegna þess að hann þótti góður flokksmaður.
Og það sem einna mest háði honum, þegar hann var
kominn í stjórnarsessinn, var einmitt það, að hann
var of mikill flokksmaður. Hann var of bundinn, og
þegar það var orðið hiutskifti hans að eiga að sjá
út fyrir flokksmörkin, fötuðust honum flestar athafnir.
Sk. Sk.
Mussolini.
Fascistabyltingjn á Ítalíu er ein af hinum mikil-
vægustu og einkennilegustu atburðum Norðurálfunnar
síðan heimsstyrjöldinni lauk. En í raun og veru er
það einn maður, sem kom byltingunni á stað og sem
siðan hefir stjórnað Ítalíu með einveldi. Pessi maður
er Benito Mussolini.
Mussolini er fæddur 1882. Faðir hans var fátækur
járnsmiður og eldheitur jafnaðartnaður, og Mussolini
ólst upp í trúnni á kenningar Marx’s. Fimtán ára
gamall skrifaði hann sína fyrstu blaðagrein. Frá
1902—1905 bjó hann i Sviss. Vann sem múrari og
(31)