Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1925, Page 35
sem barist hefir í skotgröfunum. Hann tók þátt í
mörgum orustum og særðist hættulega og lá lengi
á hermannaspítala. Pegar hann kom heim aftur úr
ófriðnum var hann gerbreyttur í skoðunum. Hann
hafði strokið af sér kenningar jafnaðarmanna um
alþjóðabandaiag, en var í pess stað orðinn æstur
þjóðernissinni. »Miðjarðarhafið fyrir Miðjarðarhafs-
löndin, undir forræði Ítalíucc var vígorð hans og
Fascistanna. sem skipuðu sér undir merki hans.
Til þess að geta skilið byltinguna á Ítalíu, verða
menn að athuga ástand landsins eftir ófriðinn. ítalir
höfðu unnið mikinn sigur og aukið land sitt. Pjóðar-
drambið hafði fengið byr undir báða vængi hjá
nokkrum hluta þjóðarinnar. En landið var flakandi
í sárum eftir stríðið. Iðnaðurinn í kaldakoli, al-
ment atvinnuleysi og hungur kreppti að alþýðunni.
Jafnaðarmenn mistu völdin í hendur Bolsevika, sem
gerðu uppreisn í ýnasum héruðum og lögðu undir
sig atvinnurekstrartækin. Pingið var sundurlynt og
fékk engu til leiðar komið. »Pað er hægt að kaupa
og selja þing ftala« sagði Mussolini. Embættisstéttin
var spilt, þáði oft mútur og naut lítillar virðingar
hjá almenningi. Pess vegna var hún máttlaus þegar
óeirðirnar hófust 1922.
Nú tók Mussolini í taumana. Hann safnaði her,
hélt til Rómaborgar og hrifsaði til sín völdin. Síðan
21. október 1922 hefir hann verið forsætisráðherra
ítaliu og í rauninni stjórnað landinu sem einvaldur.
»Pjóðin er þreytt af frelsi« sagði Mussolini. »FreIsið
er blekking, það er að eins til fyrir stjórnmálamenn-
ina, til þess þeir geti leikið sér með völdin og notið
þeirra gæða, sem þeim fylgja«. Frelsið hvarf úr sög-
unni. Pingmenn voru reknir heim og nýtt þing kosið
undir sterkri kjörþvingun af hálfu Fascista. Pingræði
ítala hefir síðan verið skrípaleikur einn. Pingmenn
hafa að eins fengið leyfi til þess að samþykkja gerðir
Mussolinis, en raeira ekki. »Alkvæðatalan hefir ekkert
(33) 3