Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1925, Síða 36
að segja«, sagði hann »ef bak við atkvæðin stendur
ekki nægilegt manngildi og sannfæring«.
Hersveitir Fascista komu friði á í landinu. Upp-
reisnartilraunir kommúnista voru barðar niður með
hörku, en pó var þess gætt að varast blóðsúthell-
ingar að óþörfu. Embættisstéttin varð fyrir harðri
meðferð. Hún hafði verið fjölmennari á Ítalíu að til-
tölu en i nokkru öðru landi. Nú var embættis- og
starfsmönnum ríkisins fækkað stórkostlega, og jafn-
framt þess krafist, að þeir leystu starf sitt vel af
hendi. Yfirvöldin gátu nú látið fólkið hlýða sér. Lög-
reglan var bætt, og ræningjum útrýmt, svo ferðamenn
gátu farið um landið óhultir. Hvergi sást þó greini-
legri árangur af byltingunni en í samgöngumálum.
Pau höfðu verið í afskaplegu ólagi, en eftir nokkrar
vikur voru samgöngurnar komnar í betra horf en
þær höfðu nokkru sinni fyr verið i. Járnbrautarlest-
irnar komu og fóru á réttum tíma, og póstgöngur
voru bættar að sama skapi. Verkföll voru barin
niður og fólkið kúgað til að vinna.
^Oafnframt þessu var mikið gert til þess að bæta
fjárhag rikisins, og hér lenti Fascistum brátt saman
við höfðingjana, aðalinn, sem átti mestallar jarðeignir
á ítaliu. Og ekki var tekið mýkri tökum á aðals-
mönnum en á kommúnistum. Peir voru líka barðir,
þangað til þeir þögnuðu.
Eitt af fyrstu verkum Mussolinis, eítir að hann tók
við völdum, var að skipa einn af frægustu vísinda-
mönnum landsins fyrir mentamálaráðherra og gefa
honum því nær óbundnar hendur til framkvæmda.
Á þessu sviði hafa verið gerðar stórkostlegar um-
bætur, enda var þess full þörf, því alþýðumentun
var á lágu stígi. Jafnframt þessu samdi Mussolini
frið við páfann og fékk stuðning kaþólsku kirkjunnar.
Petta hefir kannske styrkt stöðu Fascista meir en
nokkuð annað.
Utanrikispólitik Mussolinis mun vera mönnum
(34)