Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1925, Page 38
t
til alls nema að sitja á þeim, segir gamait máltæki,
og sjálfsagt er einveldi Mussolinis að eins bráða-
birgða- stjórnarskipun, sem getur staðið meðaa
»þjóðin er þreytt á frelsinu« en sem hlýtur að hrynja
þegar þjóðin þráir frelsið aftur.
Um Mussolini og stjórn hans hafa skoðanirnar
verið ærið skiftar. í þingræðislöndum Norðurálfuun-
ar bafa þó dómar ílestra um hann verið þungir og
harðir. En um það geta allir orðið sammála, að i
stjórnmálum heimsins er hann kraftur, sem ekki er
hægt að komast fram hjá og í innanlandsraálura
liefir hann leyst af hendi stórkostlegt þrekvirki.
H. H.
Macdonald.
Ramsay Macdonald er einn af þeim mönnum, sem
mest hefir verið ialað um í heiminum í vetur. Enda
er saga hans æfintýrum likust, þar sem hann, fulltrúi
verkamanna hefir orðið forsætisráðherra Englands,
þess rikis, sem lengst og bezt hefir varðveitt hðfð-
ingjavaldið og miðaldavenjurnar. En það er ekki að
eins að Macdonald hefir komist til æðstu valda, held-
ur má einnig segja, að hann hafi alið fiokk sinn upp
til þess að sigra, og taka við völdunum.
Macdonald er fæddur 1866. Hann byrjaði þegar á
unga aldri að fást við ritstörf, og hefir hann gefið út
fjölda rita, og eru þau einkum um jafnaðarstefnuna
og baráttu verkamanna. Má segja, að hann með rit-
um sínum hafi lagt hinn vísindalega grundvöll undir
pólitík enskra verkamanna. Jafnframt gegndi hann
ótal trúnaðarstörfum fyrir verkamenn, og var orðinn
viðurkendur sem hinn slyngasti foringi þeirra, um
það leyti sem heimsstyrjöldin hófst.
En stríðið breytti afstöðu hans til fiokksins. Flest-
(36)