Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1925, Blaðsíða 41
Branting.
Hjalmar Branting er fæddur 1860. Lagði upphaf-
lega stund á stærðfræði og stjörnufræði, en hætti því
og tók að gefa sig við pjóðfélagsfræði og stjórnmál-
um, var kosinn á þing 1896 og hefir átt þar sæti
síðan og jafnframt verið ritstjóri »Socialdemokraten<(,
aðalblaöi sænskra jafnaöarmanna.
Branting varð fljótt lbringi jafnaðarmanna á þingi,
enda var hann ágætur ræðumaður, en fyrst og fremst
voru það mannkostir hans, hugprýði, dirfska, bjart-
sýni og drenglyndi, sem öfluðu honum álits. Allir
urðu að viðurkenna hann sem vitran mann og göf-
ugan, og vist er það, að hann ber hátt yfir aðra verka-
mannaforingja Norðurlanda.
Branting hefir verið lífið og sálin i þjóðfélagslög-
gjöf Svía. Framgöngu hans er það mest að þakka, að
almennur kosningarréttur hefir loksins verið innleidd-
ur í Sviþjóð, og eins eru flest líknar- og mann-
úðarlög tengd við nafn hans, að meira eða minna
leyti. Branting er einlægur friðarvinur og vildi afnám
herbúnaðar, en hinsvegar sá hann glögt, að það dugði
ekki fyrir Svía, að leggja niður her og flota, meðan
nágrannaþjóðirnar hervæddust í óða-önn. Hann
sagði: »Allsherjafriður og almenn afvopnun er tak-
markið, sem vér eigum að keppa að, en meðan skálm-
öld er í heiminum, viljum vér sænskir jafnaðarmenn,
vera reiðubúnir til að verja vort landv. Flokkurinn
beygði sig fyrir vilja Brantings, og þetta hefir leitt
til þess að sænskir jafnaðarraenn hafa orðið þjóð-
legri i skoðunum, en stallbræður þeirra í nágranna-
löndunum.
Branting varð fyrst frægur maður utan lands síns
fyrir afskifti sin af sambandsdeilunum mili Svía og
Norðmanna 1905. Þjóðarstoltið bannaði Svium að láta
undan og sleppa Noregi. Útlitið var hið ískyggilegasta
(39)