Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1925, Síða 42
og ófriöur virtist vera fyrir dyrum. Pá reis Branting
upp og krafðist pess, að Svíar héldu frið við Norð-
menn og sýndu peim fult réttlæti. Hinni djarfmann-
legu framkomu Brantings var pað mest að pakka, að
sambandsslitin fóru fram á friðsamlegan hátt. Norð-
menn sýndu honum líka mikinn sóma, er hann kom
til Noregs árið eftir sambandsslitin, og pðkkuðu
honum liðsinnið. Nú munu víst flestir vera sammála
um, að pessi afskifti Brantings af sambandsmálinu
hafi verið báðum pjóðunum til heilla.
Pegar heimsstyrjöldin hófst, voru íhaldsmenn við
völd i Svípjóð. Þeir voru flestir vinveittir Pjóðverj-
um, og margir hvöttu tii pess að ganga í stríðið við
hlið Pjóðverja. Branting barðist af alefli móti pessu.
Pó hann i rauninni væri vinveittur Frökkum og
Englendingum, pá vildi hann pó halda Svium utan
við ófriðinn, en verja hlutleysi Svipjóðar harðlega, ef
á pað væri leitað. Pað er enginn efi á pví, að Bran-
ting átti mikinn pátt í pví, að Sviar gættu hlutleysis
í stríðinu, en steyptu sér ekki út í glötunina sem
bandamenn Pjóðverja.
Pegar leið á ófriðinn, fór stjórn íhaldsmanna að
missa álit og fylgi hjá pjóðinni. Flokkurinn klofnaði
og stjórnarskifti urðu tíð. Loks kom par, að jafnað-
aðarmenn tóku við völdunum 1920, og Branting
varð forsætisráðherra. Valdatími hans varð pó ekki
langur, enda var flokkur hans ekki í meiri hluta í
pinginu. Samt fékk hann afkastað furðulega mikiu
pann tíma, er hann fór með völdin, og hann hélt
fullri virðing sinni hjá pjóðinni. Pað er allmerkilegt,
að Svípjóð, sem hefir ríkast höfðingjavald og sterk-
astar arfsagnir allra Norðurlanda, skyldi verða fyrst
til að fá jafnaðarmannastjórn. En orsökin til pess er
vafalaust fyrst og fremst persónulegir hæfileikar
Brantings, enda hefir verið sagt um hann, að hann
sé ávalt vitrastur, par sem menn séu samankomnir.
Branting situr nú sem foringi sænskra jafnaðar-
(40)