Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1925, Page 43
manna, sem einn hinn voldugasti maður þjóðar sinn-
ar. Siðustu árin heflr hann einkum fengist við utan-
ríkismál og hefir verið fulltrúi Svía á ýmsum al-
þjóðafundum. Má segja með sanni, að hvar sem hann
hefir fengist við opinber mál, þá hefir hann hloti&
virðingu allra góðra manna.
Árbók íslands 1923.
n. Yms tíðindi.
Árferði. I janúar var stormasamt mjög. I þeim mán-
uði var hafíss vart við Vestfirði, en yfirleitt var vet-
urinn með bezta móti. Vorið var kalt, norðanstór-
viðri og allmikil fannkoma víðast um land, frain um
miðjan maí, og þá um mánaðamótin hafíss-slæðing-
ur við Hornstrendur. Sumarið var yfirleitt kalt og
mjög óþurkasamt víðast hvar. Hafíss-spöng allbreiða
rak inn Húnaflóa um miðjan júlí og hrafl úr henni
inn á Skagafjörð, og seint í júlí varð enn vart hafíss
fyrir Norðurlandi. Hevfengur og nýting varð í góðu
meðallagi og sumstaðar betur, en talsverðir heyskað-
ar urðu víða um haustið. Haustið var kalt og illviðra-
samt, og hélzt sú tíð með snjókyngi og umhleyping-
um árið út.
Verzlun að glæðast.
Uppskerci úr görðum allgóð.
Fiskveiðar: Laxveiði dágóð. Síldveiði og aðrar fisk-
veiðar ágætar.
Kaupgjald lækkaði yfirleitt nokkuð.
* *
Jan. 1. Nýárssund í Reykjavík. Jón Pálsson og Oskar
Bergmann urðu fljótastir, voru jatnfljótir, syntu 50
metra á 37 sek. — Prentteppa hófst í Rvík, af því að
(41)