Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1925, Side 46
í stað Sveins cand. theol. Sigurðssonar, sem gerð-
ist ritstjóri Eimreiðarinnar.
Júlí 2. Stofnaði Magnús Sigurðsson áGrund í Eyjafirði
20 þús. króna sjóð, til styrktar sjúklingum á heilsu-
hæli Norðurlands, þegar það kemst upp. Penna
dag var 75 ára afmæli Magnúsar.
— 7. Aðalfundur hins ísl. garðyrkjufélags haidinn í Rvík.
— 8. Kardínáli frá Róm, hollenzkur, Willem van Ros-
sum að nafni, kom til Rvíkur. Hann tilkynti ka-
þóiska prestinum hér, Meulenberg, að páfinn hefði
skipað prestinn postullegan præfect á íslandi.
Kardínálinn fór héðan ,s/t áleiðis norður um land
til útlanda.
— 23. Undirskrifaðir í Madrid samningar milli Spán-
ar og íslands um verziunarviðskifti. Aður hafði
að eins verið samið til bráðabirgða.
{ byrjun þ. m. hófst nýtt blað á ísafirði, Skut-
ull. Ritstjóri Guðmundur Guðmundsson, fyrrum
prestur að Gufudai. — í þ. m. og í ágúst stakk
taugaveiki sér niður i Rvík.
Ágúst 30 —31. Landsskjálftakippir fundust í Rvik.
í þ. m. hófst nýtt blað á ísafirði, Vesturland.
Ritstjóri Sigurður Kristjánsson kennari.
Sept. 29. Sigurður Jónsson barnakennari settur skóla-
stjóri við barnaskólann í Rvík.
í þ. m. var taugaveiki á ísafirði. — Landsstjórn-
in seldi gufuskipið Borg sænsku útgerðarfélagi. —
Stolið vinum í Rvík, úr afgr.húsi Sameinaða fé-
lagsins og úr kjaliara á Laugavegi.
Okt. 1. 25 ár liðin síðan Laugarness sjúkrahús var
opnað til notkunar.
— 13. Hófst í Hafnarfirði nýtt blað, vélritað, Borgar-
iun. Ritstjóri Óskar Sæmundsson.
— 28. 75 ára afmæli dómkirkjunnar hátiðlegt haldið.
1 þ. m. hófst nýtt blað í Vestmannaeyjum, Skjöld-
ur. Ritstjóri Páll Kolka læknir.
(41)