Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1925, Page 60
ast. Formaðurinn hét Sigurfinnur Lárusson og var
f. »/. 1894.
— 25, aðfaranóttina, lá vélbátur, Sverrir, frá ísafirði,
bundinn við austurbakka hafnarinnar hér í Rvík,
en pá er út tók að falla, stóð báturinn að framan
á undirstöðu bakkans en landfestin að aftan slitn-
aði þá er sjólaust var orðið að bátnum, féll hann
því á hliðina, fyltist á augabragði og sökk, og vél-
stjórinn, er svaf í honum, druknaði. Björgunar-
skipið Geir náði bátnum upp daginn eftir.
í þ. m. strönduðu 2 vélbátar á Suðurnesjum. —
Hrakti um 100 fjár í sjó, frá Álandi í Þistilfirði, og
fórst alt. Um 60 kindur náðust sjóreknar nokkru
siðar. — Seint í þ. m. eða snemma í mars voru
2 menn frá Skutulsey í Mýrasýslu á selaveiðum
skamt undan landi. Annar þeirra fór upp í sker
en hinn var eftir í bátnum, honum hvofldi og
maðurinn druknaði.
Mars 4. Saltskip, Ynnur, strandaði við Vestm.eyjar.
— 5., aðfaranóttina, fórst nálægt Melgraseyri vélbát-
ur frá Súðavík. 2 skipverjar komust af, en 3 fórust,
þar á meðal formaðurinn; hét Magnús Ásgeirsson.
Um mánaðamótin kom franskur botnvörpungur
til Vestmannaeyja með 11 af skipverjum er skað-
brenst höfðu og á þann hátt að olía heltist á elda-
vél í hásetaklefanum og rann logandi um klefann.
— Kyndari á e/s. Borg, Kristinn Benjamínsson
að nafni, var á Spáni stunginn til bana af þar-
lcndum manni.'
Apríl 27. Druknuðu 2 menn nálægt Hvallátrum á
Breiðafirði.
Seint í þ. m. var færeysku fiskiskipi bjargað fyrir
sunnan land, af ísl. botnvörpungi og dregið til
Vestmannaeyja. Skipið hafði verið á reki og fram-
siglan var brotnuð af því og hún hafði lent á stýri-
manninum og orðið honum að bana.
Maí 4. Pá eða daginn eftir strönduðu 2 skip við
(58)