Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1925, Blaðsíða 61
Hornvík, Kristjana, frá Siglufírði, og Robert, frá
Akureyri og brotnaði hann í spón og af honum
druknaöi 1 maður. Ennfremur rak upp 2 vélbáta
á Hornvík, Faræl frá Súðavík og Björninn ogbrotn-
uðu peir báðir í spón. Á Haganesvík í Fjótum
rak á land seglskipið Flink, frá Akureyri. Hrakn-
ingar miklir urðu í veðri þessu á póstbáti við
ísafjaröardjúp og þremur bátum á tsafirði.
— 17. Datt barn út af bryggju í Hafnarfirði ogdruknaði.
— 18. Dó barn í Rvík af afleiðingum bruna.
Júní 28. Kom upp eldur í þriggja hæða steinhúsi í Rvík
og brann húsið mjög innan og skemdist einnigmjög
af vatnsgangi. Talsvert hafði brunnið af innanhúss-
munum. íbúarnir björguðust út með naumindum.
Kviknað hafði í gasi er streymdi út á miöhæðinni.
í þ. m. druknaði i Hólsá, vinnumaður frá Kirkju-
bæ á Rangárvöllum.
Júlí 6. Varð 12 ára gömul stúlka í Rvík undir bifreið
og beið bana af litlu síðar.
— 17. Datt 3 ára gamall drengur úr Rvík af brú yfir
á nálægt Elliðavatni og druknaði.
— 25. Hvolfdi sandpramma á Rauðarárvík; á honum
voru 2 menn og druknaði annar þeirra, en hinum
varð með naumindum bjargað.
í þ. m. féll maður út af vélbáti frá Dalvík og
druknaði. — Féll maður út af vélbáti, Geiri goða,
frá Akranesi, og druknaði. — Féll maður út af
vélbáti skamt undan Hólasandi undir Eyjafjöllum,
og druknaði. Hét Páll Ólafsson og var verzlunar-
maður í Vestmannaeyjum, f. 1SA 1875.
Ágúst 8. Brann hús S. í. S. í Vestmannaeyjum og
mikið af ull.
— 19., aðfn., kviknaöi út frá heitri ösku í fjósi i Birt-
ingaholti og brann það ásamt 8 stórgripum, en
6 varð bjargað. Úr fjósinu læstist eldurinn í haug-
hús, hlöðu og skemmu og brunnu þau öll og alt
sem að í þeim var nema hey; það náðist að miklu
(59)