Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1925, Page 63
Okt. 27. Hvart sjómaður úrRvík; hét Magnús Stefáns-
son.
Nóv. 2. Bátur írá Norðfirði fórst með 2 mönnum. Voru
á fuglveiðum. Lik annars mannsins fanst í bátnum.
— 6. Hvolfdi brotsjór fyrir fraraan Stigahlíð, vélbáti,
Agli, frá Bolungarvík, á leið til lands úr fiskiróðri
og druknuðu 5 skipverja, en 1 hásetanna varð
bjargað. Formaðurinn hét Elias Magnússon.
— 9. Brann bærinn í Götu í Vetleifsholtshverli, til ösku
og allmikið af innanstokksmunum. Bærinn hafði
verið Iágt vátrj'gður en innanstokksmunir ekkert.
— 19. Tveir menn í Borgarf, eystra, voru að bjarga báti
undan brimi og druknuðu báðir. Þeir voru feðgar.
— 29. Fórust 2 vélbátar, með 4 mönnum hvor; annar
peirra Kári, frá Helgustöðum, formaðurinn hét Ei-
rikur Helgason, en hinn Heira, frá Eskifirði, for-
maðurinn hét Óskar Bjarnarson.
Des. 8. Sökk nálægt Krísuvíkurbjargi pýzkur botn-
vörpungur. Skipverjar komust í skipsbátinn og
eftir sólarhring á land á Reykjanesi.
— 11. Strandaði í Ólafsvík Breiðafjarðarbáturinn Svan-
ur. Vörur náðust að mestu leyti úr bátnum. Björg-
unarskipiö Geir náði honum út nokkru síðar og
dró hann til Rvikur.
— 17. Tók út mann af botnvörpungnum Maí. Hét Jó-
hann Gíslason og var úr Rvík.
í p. m. hvarf (fórst i gjá?) milli Skógarkots og
Miðfells í Pingvallasveit, sonur bóndans á Miðfelli,
Valdimar Guðmundsson, 22 ára að aldri. — Fórst
bátur frá Hofsósi, með 4 mönnum. 3 peirra voru
bræður. — Ðruknaði bóndinn í Vík i Flateyjardal.
Hann druknaði i flæðarmálinu við að bjarga fé.
Hét Hlöðver Jónsson og var ungur maður.
Benedikl Gabríel Benediklsson.
(61)