Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1925, Page 64
Hæð íslendingn.
Allt líf og hagur hverrar pjóðar veltur aðallega á
tvennu: landinu sern pjóðin lifir í og þjóðinni sjálfri,
hennar andlega og likamlega atgerví og eiginlegleik-
um. Þó hvorutveggja sje þungt á metunum bendir
margt til þess, að mest sje undir fólkinu komið, sem
landið byggir. Ef það er hugsjónarauðugt, þrekmikið
og starfsamt fer sjaldan hjá þvi, að það bæti landið
svo, að það verði allgott, þó illt hafi verið í upphafi.
Mörg eru dæmi þessa. Flestar jarðir hjer á landi
hafa t. d. þá sögu að segja, að stundum hefir verið
þar ágætur búskapur, oftast í meðallagi og þess á
milli afleitur, þó jörðin hafi til þess að gera, verið
allt af sjálfri sjer lík. Munurinn lá í mönnunum, sem
sátu jörðina. Bretland var upprunalega ekkert gæða-
land, fult af skógum og fenjum, en ötul þjóð hefir
umskapað það, ræktað og bygt svo unun er á að
horfa. Meðan starfsamar og stjórnsamar þjóðir bygðu
Mesopótamíu, var landið einn aldingarður, en nú er
það víða í auðn, því fólkið er verra en það var
fyrrum eða stjórnendur þess.
Forfeðrum vorum hefir verið það auðsjáanlega
ljóst, að mest var undir fólkinu komið. í Konungs-
skuggsjá er þannig sagt, að sú óárun sje verst allra,
»þegar úárun hleypur í sjálft mannfólkið«. Pá sést
það og víða i sögum vorum, að fyrst og fremst var
tekið tillit til ættar manna, þegar verið var að ræða
um hjónabönd, og þó ber ekki á þvi, að þau hafi
gengið miður þá en nú.
Sje það nú svo, eins og telja má víst, eftir síðustu
rannsóknum vísindamanna, að velferð hverrar þjóðar
fari mestmegnis eftir kyni og kynfylgjum hennar, en
miklu minna eftir ytri högum, þá er það augljóst, að
flestar framtiðar-horfur íslendinga eru undir pví
(62)