Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1925, Blaðsíða 66
fé og fyrirhöfn að rannsaka fólkið mannfræðislega,
og Norðurlandabúar standa framarlega í því efni,
Margs konar fróðleikur hefir sprottið upp úr þessum
rannsóknum, t. d. að hæð Norðurlandabúa (o. fl.)
hefir farið sívaxandi síðan um miðja fyrri öld. Þannig
var meðalhæð 22 ára gamalla karlmanna i Noregi
(Andr. M. Hansen).
1855—59 168,7 cm. 1888-92 169,6 cm.
1878-82 168,8 — 1893-97 170,1 —
1883-87 169,1 — 898—1902 170,1 —
í sambandi við þetta má geta þess, að lítið er hæft
í því, að fólkið hafi fyrrum verið stærra og gerfilegra
en nú gerist. Upp og niður liefir það ætíð verið, en
Norðurlandabúar, að minsta kosti, hafa fremurhækk-
að en lækkað.
Eins og fyr hefir verið drepið á, er það þýðingar-
mikið mál fyrir oss íslendinga, að fólkið sé rann-
sakað svo að treysta megi. Pað er eflaust þýðingar-
meira að vita, hvernig og hvað vér erum i raun og
veru, heldur en allt sögumoldveður um, hvað er
sagt, að vér höfum verið, hvað einhver smámenni
hafi heitið og hvaða dag þeir hafi fæðst og dáið. Að
öðru leyti mætti þetta vel vera metnaðarmál fyrir
oss, því ekki er það viðkunnanlegt að geta ekki svar-
að einföldustu spurningum t. d. um hæð íslendinga,
hvort þeir séu hærri eða lægri en Norðmenn, Danir
eða aðrar nágrannaþjóðir, ekki síst þegar allar sið-
aðar þjóðir vita vel deili á sliku. F*á mætti það og
hafa talsverða vísindalega þýðingu, ekki síst þegar
um ýms vafaatriði er að ræða. Allar hinar Norður-
landaþjóðirnar hafa verið all-vandlega rannsakaðar,
jafnvel Færeyingar, en vér erum einir óþekt stærð
að mestu leyti.
Mér var þetta ljóst fyrir mörgum árum, en óaði
við því að leggja út i slíka rannsókn. Hún er ætíð
(64)