Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1925, Blaðsíða 67
þolinmæðisverk, því bæði þarf að mæla menn
hundruðum eða helst þúsundum saman og á eftir
íara langvinnir útreikningar, sem taka ótrúlegan tíma.
Pá var þetta verk meiri vandkvæðum bundið hér en
erlendis, þar sem öllum ungum mönnum, á ákveðn-
um aldri, erstefnt árlega saman til herþjónustu. Þar
má ganga að miklum mannfjölda á vissum stað og
með nægilega mörgum aðstoðarmönnum. Hér var
ekki úr neinum slíkum mannsafnaði að spila. Þá
vaf'Hið lokum sá mikli erfiðleiki, að mannfræðin er
nú orðin margbreytt og viðsjál vísindagrein, sem
hvorki ég eða aðrir hér á landi höfðu numiö eða
æft að neinu ráði. Pað kostaði þá ekki lítinn iestur
og lærdóm til undirbúnings, ef nokkuð skyldi við
þetta eiga.
Eftir miklar »umþeinkingar« varð það þó úr, að ég
réðst i að rejma þetta. Mér þótti ekki líklegt, að aðrir
yrðu til þess, en hafði hins vegar veður af því, að út-
lendir fræðimenn kæmu hingað að öðrum kosti til
þess að rannsaka okkur, eius og víða hefir verið
gert með ómentaóa skrælingja.
En hvar átti ég að taka fólkið til að mæla? Hvernig
Var best að tryggja sér að þeir, sem mældir væru,
yrðu nokkurn veginn óhlutdrægt og rétt sýnishorn
af pjóðinni, eins og hún gengur og gerisl?
Mér virtist það þá liggja hendi næst að mæla allt
skólafólkið, sem heita mátti fullorðið, í hinum mörgu
skólum í Reykjavik: mentaskóla, háskóla, kennara-
skóla, stýrimannaskóla, vélstjóraskóla, samvinnu- og
verslunarskóla o. fl. Þetta fólk var komið sarnan úr
flestum héruðum Iandsins, og mátti ætla, að það væri
upp og ofan, en þó ef til vill nokkru hærra en al-
menningur, því svo er jafnaðarlega um skólafólk. Þá
mældi ég háskólakennara og fleiri embættismenn í
Reykjavik, sem gengu í greipar mér, flesta alþingis-
menn, allmikið af mönnúm, sem komu til að hlusta
á umræður alþingis, en að lokum gekk ég útumgöt-
(65) 5