Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1925, Síða 68
ur og stræti í Rvík og veiddi þar menn. Ég fylgdi
þá þeirri reglu aö ná i þann fyrsta, sem fyrir mér
varö og sem ég hélt, að ég hefði ekki mælt. Á þenn-
an hátt held ég, að mér hafi nokkurn veginn tekist að
fá menn upp og ofan.
Á 2 vetrum mældi ég alls 844 menn á aldrinum
20—40 ára. Ég tel þessa menn fullorðna, þó örlítið
vaxi menn eftir tvítugt og jafnvel fram til 25 ára
aldurs. Þó má gera ráð fyrir, að yngstu mennirnir
hafi ekki verið alls kostar fullþroskaðir og verði því
hæðin ofurlítið minni vegna þess.
Meðalhœð þessara 844 karla milli tvítugs ogfertugs var:
173,55 centim.
Mesta hæð 193,2 —
Minsta hœð 156,1 —
Pá taldi ég og sérstaklega saman hæð 233 manna
sem voru á aldrinum 20—22 ára. Sá aldur svarar
nokkurn veginn til herskyldualdurs erlendis, en flestar
erlendu hæðarmælingarnar eru af mönnum á því reki.
Hæð þeirra var þessi:
Meðalhœð 233 manna 20—22 ára 172,05 centim.
Mesta hœð — — — — 188,8 —
Minsta hœð — — — — 158,4 —
Sé nú þessi hæð manna á herskyldualdri borin
saman við nágrannalöndin, þá var hæð herskyldra
eftir hagfræðisárbókunum 1923:
[tslendingar (1920-23) 173,05 centim.
Svíar 171,7 —
Norðmenn 171,0 —
Danir 169,4 —
Færeyingar eru álíka háir og Danir.
Yfirlit þetta sýnir glögglega, að íslendingar eru til-
tölulega mjög háir, þvi Norðmenn og Svíar eru með
hæstu þjóðum í Norðurálfunni. Enn glögglegar sést
þetta af eftirfarandi yfirliti (Edv. Ph. Mackeprang).
Meðalhæð íslendinga 173,55 centim.
----Engilsaxa 172,5--------
(66)