Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1925, Page 70
tal sé heldur hærra en vera skyldi, vegna þess að
skólafólk og mentamenn eru í hærra lagi, en hins
vegar nokkurn veginn víst, að meðalhæð íslendinga
nú á dögum sé nálægt 173 cm. Vér erum fyllilega eins
háir og Norðmenn og Svíar, ef ekki hærri.
Margir íslendingar eru þeirrar trúar, að fólkið sé
að hækka og að synirnir séu alla jafna hærri en feð-
urnir. Petta kæmi vel heim við reynsluna í öðrum
löndum og líklega er eitthvað hæft í því. Pó er ekki
mikill munur á hæð eldra fólksins (yfir 40 ára), sem
ég hef mælt, svo þessi mikla hæð er ekki nýtilkomin.
Pað hefir komið í Ijós við rannsóknirnar i Noregi,
að hæð manna er mjög mismunandi eftir héruðum
og lieflr lengi verið svo. Þannig er meðalhæðin í
Tydal 174,1 en í nágrannasveifinni Selbu 167,8. Pessu
virðist ekki þannig farið hjá oss. Að visu er nokkur
munur á landsfjórðungunum og lika sýslum, en hann
er svo litill, að mikið er ekki úr honum gerandi. Til
þess að fá fulla vissu um þetta þyrfti að mæla miklu
fleiri menn en ég hef gert, og skal því ekki frekar út
í það farið, en öll líkindi eru til þess, að hæð manna
sé svipuð um land allt.
Ef nú er spurt, hvaðan vér höfum þessa miklu hæð,
þá er aðallega tvennu til að dreifa: Góð lífskjör, fæði
og húsakynni auka hæðina nokkuð, en vissulega hafa
lífskjör íslendinga verið mun verri en annara Norð-
urlandabúa alla tíð, svo ekki getur orsökin verið
þessi. Að öðru leyti er hæðin arfgeng, eins og margt
annað, og það liggur því næst að halda, að vér höf-
um erft hæðina frá forfeðrum vorum. Meiri hluti
landnámsmanna ætti eftir því að hafa verið tiltölu-
lega háir vexti.
Nú komu flestir landnámsmenn úr héruðum vestan-
fjalls í Noregi og sjávarsveitunum, en einmitt í þess-
um héruðum er fólkið nú á dögum tiltölulega lág-
vaxið, og svo hefir það verið um langan aldur, ef
ekki frá landnámstíð. íslendingar eru eigi eingöngu
(68)