Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1925, Qupperneq 73
háttar, en lifibrauð er tökuorð úr dönsku Levebröd,
og Leve sama orðið og hleifur (ensku loaf), og
er pvi orðið Levebröd endurtekning líkt og laga-
júristi, gufudampur og pess háttar orð. Ekki dettur
mér i hug að athirða (athyrða í stað atyrða af orð)
manninn, þótt hann, þreyttur ferðalangur, fari úr
stigvélunum (úr miðaldalatínu æstivale = sumarskór;
orðið vél er þó hvk. og ber vott um afbökunina).
Hann segir mér ýmislegt um áhöld sín, hússfansinn
(litil handsög, úr þýzku fuchsschwanz = tóuskott)
og kvartar ef til vill undan spanskgrœnn (úr dönsku
spanskgrönt úr þýzku spangrún = spóngrænn). Er
hann minnist á gamla daga, segir kann mér frá blað-
skeftunni (úr PlaDchette), er var algeng um aldamót-
in (sbr. B Gröndal; Rvík um aldamótin), og einkum
verður honum tiðrætt um ginklofann í Vestmanna-
eyjum. Um hann segir Sveinn Pálsson (í lærdóms-
listafél. ritum 1789); Ginklofi = spasmus cynicus, er
eilt tilfelli og tegund sinadráttar, hvarvið annathvert
eðr bæði munnvikin glennaz nær þvi aptr ateyrum;
hit látinska er dregit þar af, at ásýnd sjúklinga líkiz
hundstrýni, þegar hann urrar af áflogabræði. Af öðr-
um sjúkdómum minnumst við á skyrbjúg, er til er
orðið úr miðaldalatinu scorbetus; varð það orð að
skyrbjúgur, af þvi að scor-líktist skyr og betus bjúgur
(flt. af bjúga, kvk. = pylsa). Orðið bjúgur var valið
af því að það lýsti betur sjúkdómnum en nokkurt
annað orð, en skyr kom í stað fyrír scor- af þvi að
álit manna var, að ofmikið skyrát væri orsök sjúk-
dómsins. Hinn ókunni gestur er vel að sér í náttúru-
fræði og minnist m. a. á beltispara (þýðing og afbök-
un á fucus balthiformis? sbr. 6l. Ól. kammersekretera
i lærd. listafél. ritum 1781), pélursselju (þýðing á petro-
selinum, dönsku persille, sbr. Ól. Ól. kammersekr. í
lærd. listafél. ritum 1781) og rauðspretlu (úr dönsku
rödspætte). Hugur hans flögrar sem fiðrildi (afbakað
úr fifrildi, sbr. fornháþýzku vivaltra, sem merkir:
(71)