Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1925, Blaðsíða 74
sá, sem fellir saman vængi) um alla heima og geima
alt frá dögum syndaflóðsins (dönsku syndflod, forn-
háþýzku sintfluot = stóraflóð) og fram til þeirra
tíma, er íslendingar komu til Miklagarðs og þeir
heyrðu ávarpið: Meta beþi (ávarp þeirra. er höfðu
gangstéttarrétt), er varð á íslensku að miðhœfi. Hann
segir frá ýmsum œfintýrum sínum (úr latínu advent-
ura, sett í samband við 'æfi og týri, Týrr (guðinn)
eða tírr: frægur, dýrðlegur), prísundum (úr frönsku
prison, sett í samband við prís í háði og -on gert að
-und, sbr. vitund) þeim og paðreimum (úr grísku
hippodromos), er hann hafl komið í. Eg spyr hann
um borgir þær og staði, er hann hafi kynnst á ferð-
um sinum Og lítur út fyrir, að hann hafi farið um
alla Evrópu og raunar víðar, því að hann minnist á
Jórsali (Jerúsalem), Rauðstokk (Rostock) á Þýzka-
landi, Tollhús (Toledo) á Spáni, Ægisif (úr grisku
hagia sofia), Feneyjar (Venedig) og Málmey (í stað
Málmhauga upprunalega). Hann segist hafa fengið
orðlof (í stað orlof, sbr. þýzku Urlaub, orðlof m. a.
hjá H. Kr. Friðrikss. í íslenzk réttritunarfr.) til að
fara utan og læra mannasiðu og kvað hann Þjóðverja
hœverskasta (úr þýzku höfisch: sá sem semur sig að
hirðsiðum), en Norðmenn einna svæsnasta, því að
þeir hafi kallað sig hundaklyfbcra (norsku Hunde-
klipper). Eg dáist að öllu því, sem hinn ókunni gest-
ur hermir frá og hygg, að hann sé einhver mikils-
háttar oddborgari (þýðing úr dönsku Spidsborger,
sem er tökuorð úr þýzku og heitir Spieszbúrger, en
svo nefndust góðir borgarar þar á 16. og 17. öld, af því
að þeir áttu að eiga spjót). En nú sé eg, að hann
hefir byrlað mér inn ýmsa hluti (úr dönsku bilde
ind) og að hann er enginn burgeis (úr frönsku bour-
geois, sett í samband við burr = sonur), því að
þegar eg spyr hann um nafn og atvinnu, svarar
hann mér: Eg heiti Sölmundnr íúr Salomon, sbr.
Karlamagnúsarsögu) og er kúarektor á Kvoslœk í
(72)