Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1925, Blaðsíða 84
hefir fjölda fjár á síðastliðnum vetri bendir á að
hundarnir séu mjög ormaveikir, enda sjást oft sullir
í sláturfé. Betur má ef duga skal. Landsmenn verða
að vera vel á verði. Sullaveikin getur vel færst í auk-
ana, ef ekki er gætt allrar varúðar. Pjóðinni er i
sjálfsvald sett að útrýma veikinni á stuttum tíma.
Sullaveiki orsakast af kæruleysi og menningarleysi.
Gunnlaugur Claessen.
Eókasafa Pjóðrinafélagsins.
í síðasta árgangi Andvara var þess getið, að Al-
þingi veitti 1923 Pjóðvinafélaginu 5000 kr. styrk til útgáfu
alþýðlegra rita, og skýrt frá því, hver tildrög voru
til þeirrar fjárveitingar. Var þá ætlun stjórnar félags-
ins að gefa út 20—25 arkir af Bókasafni þessu á ári
fyrst um sinn, en hækka um leið dálítið tillag fé-
lagsmanna. Með því móti var von um, að félaginu
yxi á nokkrum árum svo fiskur um hrygg, að það
gæti staðið straum af fyrirtæki þessu án ríkisstyrks,
eða að öðrum kosti færzt meira í fang. En þingið
1924 lækkaði styrkinn til þessa nýja fyrirtækis niður
í 1000 kr., og var þá auðsætt, að ekki yrði haldið
svo fram stefnunni, ekki sízt þar sem félagið hefur
enn á baki talsverða skuldabyrði frá styrjaldarárun-
um. Pví hefur félagsstjórnin afráðið að senda ekki
félagsmönnum þetta ár nema annað þeirra rita, sem
nú voru tilbúin og prentuð, en án pess að hcekka
tillagið. Bók sú, sem félagsmenn fá í ár, auk And-
vara og almanaksins, myndi í lausasölu kosta rúm-
lega það, sem tillagi félagsmanna nemur. Er það
von stjórnarinnar, að félagsmenn geti framvegis
fengið slika aukabók árlega, og vonandi meira þegar
fjárhagur rikisins batnar, þvi að útgáfumál þetta
(82)