Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1925, Page 88
að sér fyrnskuj lofti sjálfalinna hleypidóma. í annari
samlikingu má segja, að mannfræðin líkist ferð.
Hver og einn heldur i fyrstu, að alt sé fullkomnast
heima i hreppnum hans. En stígi maður á skipsfjöl
og fari um fjarlæga staði, vekur hann hreppinn sinn
af dvala pegar hann kemur heim afturc.
S. N.
Innlendur fræðabálknr.
Síra Páll skáldi. Fáir munu vera þeir, er komnir
eru til vits og ára, að eigi hafi heyrt getið þessa
manns; hefir hans þó sjaldan minnzt verið á prenti
og fátt verið prentað ettir hann, enda kveðskapui
hans ekki yfirleitt þókt vel til þess fallinn. En kvið-
lingar hans hafa borizt mann frá manni um land allt.
Hér verður nú sagt lítið eitt af síra Páli, en engan
veginn til fullnaðar, því að margt er til frásagna um
hann. Kvæðabækur síra Páls, með eiginhendi hans,
er að finna t. d. í Lbs. 471, 4to., 1200, 8vo., og JS.
249, 4to., en mjög víða í handritum má finna kvæði
eftir hann. Fátt mun vera skrifað um sira Pál; í
prestasögum Daða Níelssonar (Lbs. 312, fol.) er ævi-
ágrip hans (rúm bls.), og er lítið á því að græða.
Síra Páll var fæddur að Gjábakka í Vestmanna-
eyjum 1780. Voru foreldrar hans Jón Eyjólfsson, er
verzlunarstjóri (undirkaupmaður) var þar við verzl-
un konungs, og Hólmfríður Benediktsdóttir. Jón var
sonur Eyjólfs Jónssonar og Margrétar Hreiðarsdóttur,
Ólafssonar, en móðir Margrétar var Porgerður Helga-
dóttir, Jónssonar; móðir Porgerðar var Margrét
Bjarnadóttir á Hæli (og Vilborgar Gísladóttur, Guð-
mundssonar prests í Gaulverjabæ, Gíslasonar sýslu-
manns á Miðfelli, Sveinssonar), Jónssonar prests í
(84)