Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1925, Blaðsíða 93
Fellsmúla, Bjarnasonar (Bjarni var bróðir Margrétar,
móður Odds byskups Einarssonar). Kona sira Jóns í
Fellsmúla var Margrét Stefánsdóttir ráðsmanns í
Skálholti, Gunnarssonar á Víðivöllum (bróður Árna
sýslumanns á Hliðarenda), Gíslasonar, og er pað
Langsætt. Hólmfriður, móðir sira Páls skálda, var
systir síra Vigfúsar í Einholti. Faðir þeirra var Bene-
dikt prestur í Vestmannaeyjum (d. 1781), Jónsson prests
i Meðallandi (d. í bólunni 1707), Vigfússonar prests
i Sólheimaþingum, ísleifssonar á Höfðabrekku, Magn-
ússonar á Höfðabrekku, Eiríkssonar á Höfðabrekku,
Eyjólfssonar í Dal (og Helgu Jónsdóttur byskups,
Arasonar). Koma í þenna kynþátt saman margar göf-
ugar ættir.
Báðir foreldrar Páls skálda önduðust, er hann var
enn barn að aldri, að því er hann segir sjálfur í
stuttu æviágripi, er hann samdi við vígslu, eins og
siður var presta fyrrum; eru þessar ævisögur presta
(vitæ) í þjóðskjalasafni. Faðir Páls skálda er í ættar-
tölum kallaður Jón »riki«, en varla mun auður hans
hafa verið mikill, því að í æviágripinu segir síra
Páll arfleifð sina hafa verið litla; sama segir Geir
byskup í stúdentsvitnisburði síra Páls. Ekki voru
þó systkin Páls nema þrjú, Jón, er fór utan, Puríður,
kona Páls Guðmundssonar á Keldum, og Anna Maria,
kona Erlings Guðmundssonar í Fljótsdal (af þeim
var Porsteinn skáld Erlingsson). Tók þá að sér
drenginn kaupmaðurinn í eyjunum, Hans Klog (faðir
Tómasar, er síðar varð hér landlæknir), og hugði að
setja hann til mennta. En kaupmaður þessi missti
eignir sínar, og má þá vera, að farið hafi þar arf-
leifð Páls, með þvi að kaupmaður hefir haft Qárfor-
ræði hans. Stóð þá Páll uppi allslaus, en nokkuð á
veg kominn í lærdómi. Brauzt hann þó áfram til
náms, og er sagt, að ýmsir hafi orðið til þess að
styrkja hann. Er þar til nefndur Vigfús sýslumaður
Pórarinsson á Hliðarenda (faðir Bjarna amtmanns),
(85)