Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1925, Síða 94
og mun það rétt, því að svo segir Páll sjálfur i ljóða-
bréfi, er hann orkti til Vigfúsar sýslumanns 30. maí
1802:
Auðmjúkast eg aldrei gleymdi að þakka
út af hjartans innstu bj7ggð
yðar stóru við mig tryggð.
Svo hafið viljað sanna lukku mína
sem girnist föður gæzkuþel,
að gangi barni sínu vei.
Yðar manndyggð á mér sýnduð staka,
er af nærtengdum ei fekk lið
og allir sneru baki við. (Lbs. 231, 8vo).
Lýsir sér í þessu ræktarsemi síra Páls, og að hann
hefir verið vel minnugur þess, er honum var vel gert,
þótt meir minnist menn nú níðkvæða hans. Enn
segir hann:
Pótt óverðugur ails sé góðs að njóta,
veit þó sá, sem veit, hvað sker,
hvað vel eða illa framið er.
Með þokkasvip eru og eftirmæli síra Páls, er hann
orkti eftir Vigfús sýslumann. Par í er þetta (ehhdr.
sira Páls í Lbs. 1200, 8vo):
Hver sér aldavin útvaldi
vinum framar hjálparsaman,
lyndisheilan, sigursælan,
sinnaðan bezt í nauðum mestu?
Hann var öllum í tilfellum
eftir mætti bjargarvættur o. s. frv.
Og enn þetta:
Hvar er dulinn frægri mála-
fylgistír af Iagaskýrum?
Hvar er mann til munns og penna
meistara slíkan við að líkja?
Hver með gáfum hans skal hafa
(86)