Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1925, Síða 97
hugardirfð, sem ei má buga,
eða herði hans, sem porði
háa að dæma rétt og smáa?
Þess er enn getið, að Páll hafi í ungdæmi sinu átt
athvarf eða jafnvel veriö í fóstri hjá síra Ögmundi
Högnasyni, siðast presti að Krossi í Landeyjum
(hann lét af prestskap 1798, en andaðist 1805). Petta
er og að ráða af erindi einu, er brátt skal getið. En
illa launaði Páll pað, og kvað hann hraklegt nið um
síra Ögmund. Eitt níðkvæði hans var »Útfararminn-
ing pess í lífinu góða og víðfræga höfðingja sál. síra
Kjötmundar, sóknarherra til mótgangs [= Kross) og
Vomúlastaða safnaða«. Er upphaf pess svo: »Sjáiö
hér í syndinni gotins«, og mjög er pað skömmótt
(sjá t. d. Lbs. 175, 561 og 1805, 8vo). Annað var
Skröggsbragur1), og er fátt eftir hafanda úr honum.
Enn var gamankvæði út af predikun og messugerð
sira Ögmundar eitt sinn á Maríumessu, og endar svo
(og á bæn prests fyrir Halldóri á Strönd að vera>tæld)r
Halldóri veittu hjálp á Strönd,
hefir hann mikið pjáða önd;
pú veizt, hvernig og hvar hann býr,
færri hefir hann ær en kýr.
Liösemd honum pví levera,
ljá skal eg pér hann Gráskotta o. s. frv.
Sira Ögmundur hefir pó svarað Kjötmundarsálmi
eða fengið einhvern til pess (ef ekki Páll hefir gert
pað sjálfur), og er par vikið að vanpakklæti Páls, og
aö hann hafi verið á fóstri með síra Ögmundi.
Par segir:
1) Úr þeim brag er erindi það, sem i siðasta Almanaki (bls. 91)
er eignað Magnúsi Hliðarskáldi (samkvæmt hdr. i Lbs. 837, 8vo);
heíir Magnús að eins haft það yfir fyrir bráðkanp sitt. Rétt er
það svo: Með drösul þinga lamdi lúða I lilju brima hlés, | vill upp
stinga skrjóður skrúða o. s. frv. (skrjóður skrúða er = prestur);
sbr. Lbs. 175, 8vo.
(87)