Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1925, Síða 106
Varla þar eg verið hafði lengi,
þá birtist Nesi borinn að
bréfseðill frá Garðastað.
Stiftþrófastur stýlaði bréflð svona:
Hvað þú getur gefið um
að gera úr Páli medicum!
Uþþlýsingar- undirtillu i -búri
aðra nefni eg ekki hér,
sem ei þó bætti fyrir mér.
Fárra nöfn, sem fyrir mér bæta gerðu,
hafi stað í himninum,
heiðri græðist æverðum.
Hinna gjarna heiti kjósa mundi
i Satans spari- sótlituð
-sokkafitjum útprjónuð.
Ekki var Páll lengi í Nesi eftir þetta; 9 vikur
segist hann hafa verið þar að lækninganámi, enda
lýsir hann svo handtökum sínum i ljóðabréfinu, að
sízt er svo að sjá sem hann hafi verið laghentur eða
hneigður til lækninga. Eftir þetta réðst Páll vestur
undir Jökul, að Sveinsstöðum, til Finns sýslumanns
Jónssonar (haustið 1801); skyldi hann hafa búsforráð
þar i utanför Finns og skrifarastörf. Ekki féll Páli
vel vistin þar vestra; fer hann þungum orðum um
konu Finns sýslumanns í ljóðabréfinu, en um Finn
sjálfan hefirhann orkt niðkvæði, erhannnefndi Passíu-
sálm, með þeim hætti, að hann sneri einum passíu-
sálma sira Hallgrims Péturssonar upp á Finn (prent-
aður, i sögu Jóns Espólín Kh. 1895, bls. 50 o. s. frv.).
Páll hefir haft predikunarleyfi að sið ungra stúdenta
og prestsefna i þá tíð, enda segist hann hafa stigið í
stólinn í Ingjaldshólskirkju á annan dag jóla 1801.
Hefir ræða hans verið heldur en ekki mergjuð og
hrífandi, því að svo lýsir Páll sjálfur áhrifum hennar:
Af stríðri hrelling streymdi út helling tára,
hvikuðu úr stelling hvarmagler
á hverri kerling nærri mér.
(92)