Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1925, Blaðsíða 107
Undir Jökli mun Páll hafa hneigzt til drykkju, enda
var Finnur sýslumaður drykkjumaður mikill, ef. Páll
hefir verið hjá honum nokkuð eftir að Finnur kom
úr utanförinni, en svo lætur Páll í ljóðabrjefinu til
Vigfúsar sýslumanns sem hann muni ekki vinna til
fyrir nokkura muni að vera lengur hjá konu Finns.
Löngu var það seinna og Páll þá hættur prestskap,
að hann kom undir Jökul og að Pæfusteini til sira
Porgríms Guðmundssonar Thorgrimsens, er þar var
þá prestur; va« það seint á laugardegi. Vildi þá Páll
fá síra Porgrím til þess að slá sér lausum við sam-
ræður og samdrykkju um kvöldið, en síra Porgrím-
ur færðist undan, með því að búa þurfti sig undir
morgundaginn. Pá kvað Páll (Lbs. 175, 8vo., bls. 285):
Fyrir ræðu stóls af storð.
stóra berðu umsorgun.
Standi neglt hvert einasta orð
uppi i þér á morgun.
Ekki er þess getið, hversu presti tókst embættis-
gerðin, en sú var trú manna almennt, að Páll væri
kraftaskáld, og mun hann ekki hafa reynt að spyrna
á móti þeirri trú. Til marks um það er þetta sagt,
að eitt sinn er Páll var niðri í Landeyjum og vildi
komast út í Vestmannaeyjar, hafi hann gengið að
kveldi dags úti og heyrzt mæla fyrir munni sér þessa
vísu (Lbs. 175, 8vo., bls. 294):
Pótt mig treginn þjái sízt,
þess eg feginn beiði,
sjórinn deyi, verði víst
Vestmannaeyja-leiði.
En að morgni var komið bezta leiði.
Skal nú fljótt yfir sögu farið. Pegar Páll var þrí-
tugur að aldri, gerðist hann aðstoöarprestur síra
Einars Porleifssonar í Guttormshaga í Holtaþingum
hinum efri. Var hanu vígður 18. mars 1810 af Geiri
byskupi Vídalín ásamt tveim prestum öðrum. Segir
sagan, aö þegar prestsefnin sátu inni hjá byskupi^
(93)