Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1925, Side 108
hafi þar komið skipstjóri einn útlendur, setzt á tal
við prestsefni og heldur af léttúð; en Páll hélt á
penna, og varð honum pað pá aö stinga pennanum
niður og yrkja jafnharðan vísu samsvarandi tali skip-
stjórans. Byskup komst á snoðir um þetta, gekk inn
til þeirra, að Páli og spurði hann, hvort hann hefði
haft nokkur hjáverk. Páll neitti því í fyrstu, en er
byskup gekk fastara á, fekk Páll honum blaðið. Bysk-
up leit á og mælti: »Bágt áttu, barnið mitt, með að
sitja á þér«. En ekki er visan eftir hafandi (Lbs. 175,
3$vo., bls. 303).
Síra Páll fekk þeirrar konu, er Guðrún hét; voru
þau gefin saman 5. nóvbr. 1811. Guðrún var göfugra
manna, dóttir Jóns hreppstjóra á Brekkum í Holtum,
Filippussonar prests í Skálholti, Gunnarssonar prests
í Kálfholti, Einarssonar sýslumanns á Felli, Porsteins-
sonar sýslumanns hins lögvísa í Pykkvabæ, Magnús-
sonar, og er það beinn karlleggur til Lopts ríka.
Móðurkyn Guðrúnar var og mjög merkt, þótt ekki sé
hér rakið. Pau síra Páll reistu bú að Saurbæ í Holt-
um vorið eftir og munu hafa búið þar, meðan síra
Páll var aðstoðarprestur þar. Mjög voru þau fátæk,
enda hlóðu þau niður börnum, en síra Páll lítill bú-
maður. Svo var hann fátækur þar (segir í prestasög-
um Daða Nielssonar, Lbs. 312, bls. 257), »að oft þá [er]
hann fór til kirkju að messa, brúkaði hann á höfði
bláa húfu kollótta og var í fornri peysu blárria. Son
áttu þau einn, þann er lifði, og var hann yngstur
barna þeirra; hét sá Páll; fór hann utan eftir lát
móöur sinnar (1850) og var þá 17 ára gamall. Dætur
þeirra síra Páls voru margar og vel gefnar, og margt
góðra manna og merkra er nú uppi af þeim komið.
Pær voru sumar eða allar skáldmæltar og létt um að
yrkja, en ekki vönduðu þær jafnan kveðskap sinn,
sumar. Pá var sýslumaður i Rangárþingi danskur
maður, Bonnesen að nafni, og bjó að Velli i Hvol-
hrepp. Hann var vel síra Páli, og kom síra Páll oft
(94)