Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1925, Page 112
miklu, en fekk borgið sér, er bann hafði kallað til
fulltingis sér Bárð (nauðum Ingjalds er lýst i visunni
i sögunni: Út reri einn á báti o. s. frv.). En ekki verð-
ur nú vitað, hvort þetla er rétt, með því að ekki
finnst umsókn þessi síra Páls meðal umsóknarskjala
frá því ári í þjóðskjalasafninu. Segir Geir byskup svo
um síra Pál í tillögum sínum um veiting prestakalls-
ins (11. maí 1822): »Eðlisgáfur hans eru afbragðsgóð-
ar; jafnframt er hann einn vorra beztu skálda, þeirra
sem nú eru uppi, en eins og oft vill verða um skáld-
in, er hann enginn hörku-fjárgæzlumaður og nokkuö
reikull í ráði«; telur byskup því Kirkjubæ henta
honum ágætlega, með því að þar sé lítið búsumstang
og því ábyrgð litil á presti um jörð og innstæðu.
Fluttist síra Páll þá að Kirkjubæ búferlum. Sýndi
Geir byskup þar siðast góðvild sína til sira Páls;
andaðist byskup 20. sept. 1823. Ekki naut síra Páll
sömu góðvildar hjá eftirmanni Geirs, Steingrími bysk-
upi Jónssyni; var hann þó kunnugur síra Páli og
hafði verið prófastur hans óslitið frá 1812 til þess er
hann varð byskup; var þá Steingrímur prestur i Odda.
En það mun hafa til borið, að Steingrímur byskup
var mjög vandur um reglusemi og embættishirðu
presta, enda sjálfur einn hinn mesti fyrirmyndar-
maður um embættisstörf öll.
1 Vestmannaeyjum sátu tveir prestar og tvö voru
þar prestsetur, Kirkjubær og Ofanleiti, en kirkja ein;
hafði svo verið frá fornöld, líklega með fram til þess
að girða fyrir það, að eyjamenn gætu nokkurn tima
orðið prestslausir, en óhægt var og gat verið ókleift
langa tíma að ná til prests úr landi. Árið 1827 losn-
aði Ofanleiti, og vildi þá síra Páll fá það sameinað
við sitt prestakail, en byskup lagðist fast á móti, og
var þá Ofanleiti veitt öðrum presti nákomnum bysk-
upi, síra Jóni Austmann, allmerkum presti. Prest-
þjónusta í eyjunum fór fram eftir eins konar reglu-
gerð, og var bæjum skipt milli prestanna til prest-
(96)