Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1925, Side 116
í annál settur f]ær og nær,
bænheitur einatt böls í þraut
bænheyrslu drottins vel að naut.
(5.) Búsýslumaður var hann varla
viðbrigðastór á neina leið;
í hinu mátti hann allan kalla,
sem embættinu mest á reið o. s. frv.
(6.) Við ættarþulu- var hann -klastur
virkur og fróður dugnaðsþegn,
því að hann var manna minnugastur,
sem mundi, að kalla, flest i gegn;
fremstur skrifari fróns um ból,
frægstur vefari í dönskum stól.
(7.) Úr hans búum, að allra skrafi,
ekkert sannsýna rífð á brast,
þó að hann sjálfur haldinn hafi
heldinn vera á munum fast;
en það var gert, sem gekk hann að;
get eg með rökum sannað það.
Þó að ekki sé mikill skáldskaparbragur á kvæði
þessu, felst samt í því allskýr mannlýsing, og það
jafnvel ekki síður á þeim, er kvað, en þeim, er um
var kveðið.
í Kirkjubæ var síra Páil prestur til 1837, en hafði
beiðzt lausnar árinu fyrir (14. dezbr. 1836). Þá stóð
ekki á því, að byskup vildi sameina prestaköllin; var
þá lagt niður prestsetur í Kirkjubæ og sira Jóni
Austmann veittar eyjar allar; hefir þar verið eitt
prestakaii siðan. En ekki hafði sira Páll auðgazt i
prestskapnum í eyjunum, fremur en áður, og höfðu
þó verið þar hin mestu fiskiár mestan hluta prest-
skapar hans. f lausnarbeiðninni getur síra Páll þess,
að hann sé svo bilaður á heilsu, að hann geti ekki
sinnt prestsverkum lengur. Sendi hann beiðnina með
skilmálum sínum til prófasts i Rangárþingi, sem þá
var síra Tómas Sæmundsson, og mælti hann meö
iausnarbeiðninni við byskup, fekk eins og iög stóðu
(98)