Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1925, Blaðsíða 121
Síra Páll drukknaði í Rangá haustið 1846. Var sú
trú eystra, að Jón Torfabróðir hefði spáð sira Páli
þessum dauðdaga i skammavísu einni, er hann orkti
við hann, og hún orðið að áhrinsorðum. Hafi síra
Páll þá svarað:
Pað færi betur fyrir pitt sprok,
pú fengir að rata í sandinn;
það ætti að skcrast upp við kok
úr þér tungufjandinn.
Skyldi Jón hafa drukknað skömmu síðar og fund-
izt svo til reika sem vísan segir. En hér er um enn
eina þjóðsögu að ræða. Jón þessi Torfabróðir (Jóns-
son) var hagyrðingur og átti lengi heima i Vestmanna-
eyjum. Áttust þeir sira Páll oft við glettingar, bæði
í gamni og alvöru, og fór oft hið bezta á með þeim,
en stundum voru kviðlingar þeir, er í milli fóru,
heldur i hroðalegra lagi. Pað er rétt, að Jón drukk-
naði; var það i Markarfljóti, nálægl Stóru-Mörk, á
miðjum slætti 1843, og fanst viku siðar miklu fram-
ar við fljótið. (Lbs. 1312, 4to.). Vísan er og eftir síra
Pál og til Jóns. En hún er síðust í skammabrag
miklurn, er síra Páll að nokkuru orkti fyrir annan
mann, og er kveðin löngu fyrir drukknan Jóns, fyrir
1833; þetta sést af því, að finna má hana og braginn
í kvæðabók síra Páls, ritaðri eiginhendi hans 1833.
(Lbs. 471, 4to ).
Skrítlnr.
Maðurinn: »Pú mátt ekki vera vond, þó að eg komi
svona seint af veitingahúsinu; húsbóndinn sat þar
fast við hliðina á mér.«
Konan: »Pá hefðirðu, miklu fremur, átt að fara þaö*
an fyrr, svo sem um tíu-leytið.«
(101)