Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1925, Page 129
ist upp í og sagði við ökumanniun: »Þú skalt aka
hægt á undan; eg kem undir eins á eftir.«
í kulda miklum varð sama manni að orði: »Alt af er
landnyrðingurinn jafnkaldur, á hvaða átt sem hann er.«
Uhgur hertogason var á ferð í Þýzkalandi með
föður. sínum. Svo bar við, að hann fekk eitt sinn
ákafa tannpínu, og sagði læknir, að draga yrði úr
honum tönn. Drengurinn varð hræddur við verkfær-
in, en faðir hans huggaði hann, og eftir að lönnin
var út dregin gaf hann honum einn dúkat. Næsta
morgun var drengurinn á gangi úti í garði. Par bar
pá að iðnnema einn ungan; hann bar sig aumlega og
kvaðst vera í neyð mikilli, svo að hertogasonurinn
gaf honum dúkatinn. Rétt á eftir bar par að fátæka
ekkju, og grét hún beizklega, er hún tók að lýsa bág-
indum sínum. Hertogasyninum vöknaði um augu viö
frásögn konunnar, en bað hana að bíða og hljóp síð-
an í snatri til elzta bróður sins, sem var með í för-
inni. »Góði bróðir, gefðu mér fljótt einn dúkat,« sagði
hann. »Hvað er nú; pú fékst dúkat í gær,« svaraði
hann. »Eg skal segja pér seinna, hvað eg gerði viö
hann, en gefðu mér nú bara einn,« mælti drengur.
»En hvernig ætlarðu að gjalda mér hann aftur?«
mæiti bróðirinn brosandi. »Ja, eg ætla ekki að brúka
hann sjáliur; hér fyrir utan er kona og hún er fá-
tæk, á mörg börn og engan mann; eg ætla að gefa
henni hann. Á morgun læt eg aftur draga út eina
tönn úr mér, og pá borga eg pér dúkatinn.«
Eftir ofviðri mikið gaf flotaforingi skýrslu um herskip
sin á pessa leið: Prenningin er orðin gagnslaus. Heil-
agur andi hefir bcðið mikið tjón. Leki hefir komið aö
Elízabeih prinzessu og Páll postuli liggur á mararbotnL
(107)