Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2004, Síða 2
2 MÁNUDAGUR I. NÓVEMBER 2004
Fyrst og fremst DV
Útgáfufélag:
Frétt ehf.
Útgefandi:
Gunnar Smári Egilsson
Ritstjóran
lllugi Jökulsson
Mikael Torfason
Fréttastjórar.
ReynirTraustason
Kristján Guy Burgess
DV: Skaftahlíð 24, Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn:
550 5020 - Fréttaskot: 550 5090
Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsing-
an auglysingar@dv.is. - Dreifing:
dreifing@dv.is
Setning og umbrot: Frétt ehf.
Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagna-
bönkum án endurgjalds.
Hvað veist þú um
Hrafnhildi p
Hagalín £
1. Hvað hét fyrsta leikrit
hennar?
2. Á hvaða hljóðfæri lærði
hún lengi?
3. Hvað hét næsta leikrit
hennar?
4. Hvaða leikrit hennar er
nú sýnt í Þjóðleikhúsinu?
5. Hvaða kunni gítarleikari
er sambýlismaður hennar?
Svör neðst á síðunni
Hver er munurinn á Kristni
Björnssyni og Sigga sót?
Siggi sót stofnaði fyrirtæki á föstudag-
inn var og er sjálfur stjómarformað-
ur og forstjóri. Með honum í stjórn
em Óli undirhaka og Labbi landi og félag-
ið hefur auk þess ráðið til sín þá Ragga
rúðuskera og Kára krók. Þeir em allir
virðulegir innbrotsþjófar hér í borg og
fyrirtækið þeirra heitir Kúbein ehf. Starf-
semi þess mun felast í innbrotum við
hvert tækifæri og þjófnuðum og ránum
hvers konar. Hingað til hafa þeir félagar
stundað þessa starfsemi sem einyrkjar en
niðurstaðan í rannsókn á samráði olíufé-
laganna hefur sannfært þá um að miklu
betra sé að hafa skráð félag í forsvari fyrir
innbrotunum.
Því þótt hafi allir tröllatrú á hæfileik-
um sínum við innbrot og gripdeildir af
öllu tagi, þá em þeir þó varkárir menn og
gera ser grein fyrir því að svo kunni að
fara að lögreglan hafi hendur í hári
þeirra.
Og þá munu þeir vísa tU þess við vörn
sfna að öU refsiábyrgð í málinu hljóti að
falla á Kúbein ehf. en þeir sjálfir séu laus
ir aUra mála. Og hið opinbera muni því
ekki hafa önnur úrræði en dæma Kúbein
ehf. tU greiðslu sekta en einstaklingarnir
sem skipa stjórn fyrirtækisins og teljast
ráðnir í störf hjá því, þeir muni auðvitað
ekki bera neina persónulega ábyrgð.
Og í fljótu bragði er erfitt að sjá
hvernig ætti að andmæla þessari vörn.
Ef sú verður niðurstaðan að forráða-
menn olfufélaganna beri sjálfir enga
ábyrgð á þeim mUljarðaþjófnaði á fé al-
mennings sem leiddi af ólöglegu sam-
ráði þeirra og nú má heita sannað mál.
Ulugijökulsson
Þarflaust er vonandi að taka fram að
þeir félagarnir í Kúbeini ehf. em
tilbúningur leiðarahöfundar. En það em
Kristinn Björnsson, Geir Magnússon og
Einar Benediktsson hins vegar ekki.
OHdlsntonirnlr ern aö slgra
Stríðið
Innrásin í
England
Árið 43 e.K[r.
Rómverski keisarinn
Kládíus ákvað innrásina og
tók þátt í henni á
síðari stigum en í________
reynd stýrði Álíus
Plátíus hernaðinum. Fjórar
legíónir með alls 20 þúsund
manns lentu lfldega
við Richborough í
Kenjt. Einni
hersveitinni
stjórnaði
Vespasían-
us, sfðarkeis-
ari. Keltneskir
konungar vörðust
af kappi en stóð-
ust þrautþjálfuðum
Rómverjum ekki
snúning til lengd-
ar. Einn þeirra
var Cunobelin
sem Shakespeare
samdi síðar um
leikritið Sym-
belína. Kládíus sjálfur lagði
undir sig höfuðborg hans
(Colchester) þar sem stríðs-
fflar Rómverja ollu miklum
usla í liði kelta. Nokkur ár
tók fyrir Rómverja að bæla
niður alia andstöðu en að
lokum var England orðið
rómverskt að mestu.
Kent
Heimaboxari
Um daginn auglýstum við
eftir nýju (eða gömlu) til að
nota yfir karlmenn sem
berja eiginkonur sínar og
eftir atvikum konur sem
berja eiginmenn sína. Við
höfum satt að segja ekki
fengið neinar uppástungur
(nema„makameiði“ sem
við sögðum frá
um daginn) en í
blaðinu á laugar-
daginn gripum við orðs
sem að sögn hefur alllengi
verið í umferð meðal fólks -
ekki sfst. Það er orðið
„heimaboxari" og spurning
hvernig fólk kann við það I
opinberu brúki. Orðið skýrir
sig náttúrlega sjálft.
Svörviöspumingum:
1. Ég er meistarinn - 2. Gítar - 3. Hægan
Elektra - 4. Norður - 5. Pétur Jónsson
Málið
strAkurinn sem handrukkarar
börðu svo illa að hann bíður þess
aldrei bætur á lflcama og sál, þorði
ekki að bera vitni gegn þeim í hér-
aðsdómi fyrir helgina. Þá var hann
búinn að lýsa því fyrir okkur á DV
hvernig beinið á hendi hans hefði
staðið út í loftið eftir að þrír nafn-
greindir ofbeldismenn réðust á
hann þar sem hann lá mjaðm-
argrindarbrotinn á heimili sínu og
horfði á vídeó.
DRENGURINN LÝSTI LÍKA fyrir okk-
ur að hann hefði fengið símtöl frá
manninum sem lesendur DV hafa
fengið að kynnast að undanförnu,
Annþóri Kristjáni Karlssyni, þar
sem hann lagði að honum að draga
framburð sinn hjá lögreglu til baka.
Faðir drengsins, sem kærði upp-
haflegu árásina, reyndi að styðja
drenginn til að bera rétt vitni, en
allt kom fyrir ekki. í stað þess að
segja satt og rétt frá í dómsal bjó
strákurinn til fáránlega sögu um að
hann hefði brotið hendina á því að
falla í stiga og árás handrukkar-
anna, eða kverktakanna, hefði ekki
verið eins og hann lýsti hjá lög-
reglu.
Með þessum framburði, verður
erfitt fyrir dómara að dæma of-
beldismennina fyrir annað en
minniháttar líkamsárás. Hótanir
þeirra báru árangur og þeir geta
varla fengið þann þunga dóm sem
þeir ættu að verðskulda með réttu.
Þetta verður niðurstaðan í einu
af fáum málum þar sem ofbeldi
kverktakanna er kært. Fæstir aðrir
þora að kæra sem þýðir að ofbeldið
viðgengst og verður fastur þáttur í
íslensku samfélagi.
UPPHAF UMFJÖLLUNAR DV um
handrukkarana hófst eftir að
landsþekktur maður, kvikmynda-
leikstjórinn Friðrik Þór Friðriksson,
varð fyrir hrottalegri árás á öldur-
húsi af hendi þessa sama Annþórs.
Okkur er ekki kunnugt um að Frið-
rik hafi kært árásina en það síðasta
sem við vissum var að hann þorði
ekki að kæra.
„Okkur er ekki kunn-
ugt um að Friðrik hafi
kært árásina en það
síðasta sem við viss-
um var að hann þorði
ekki að kæra
Fyrst og fremst
f framhaldi af umfjöllun okkar
byrjuðu ofbeldismennirnir að hóta
starfsfólki okkar, við tókum málin
traustum tökum og kærðum
minnstu hreyfingar en þá höfðu
mennirnir hótað ættingjum starfs-
manna, eiginkonu eins og ömmu
og afa annars. Þegar aðrir þekktir
ofbeldismenn ruddust inn á rit-
stjórn okkar kærðum við húsbrot
og líkamsárás. Það mál er í vinnslu
en á meðan kemst sá sem hafði sig
mest í frammi upp með að ráðast á
vegfaranda á þjóðvegi eitt. Við lýst-
um því hvernig hann hefði brotið
rúður í bfl mannsins og þrýst hon-
um niður í glerbrotin. Kannski lög-
reglan hringi aftur í hann til að
heyra hans hlið.
VW HÖFUM SA6T frá þvi upp á
síðkastið hvernig menn hafa
sloppið við refsingu fyrir að berja
sambýliskonur og lögreglumenn.
Við sögðum frá því að lögreglu-
maður hefði ekki þorað að kæra
það þegar þekktur ofbeldismaður
brákaði á honum neflð í lögregiu-
aðgerð vegna þess að félagi ofbeld-
ismannsins hefði áður hótað börn-
um lögreglumannsins. Engin kæra
þýðir að ofbeldismaðurinn fær
frelsi til að ganga um þjóðfélagið
eins og ekkert hafi í skorist.
MAÐUR SEM BARÐI annan lög-
reglumann og braut í honum tönn
fékk jafnþungan dóm og annar
fékk fyrir að stela flugtímariti og
oststykki. Þegar við kölluðum eftir
viðbrögðum frá formanni Lands-
sambands lögreglumanna sagði
hann máiin öll vera á réttri leið og
að engar áhyggjur þyrfti að hafa.
Það eru fjarstæðukennd ummæli
manns sem greinilega er ekki starfi
sínu vaxinn. Lögreglumenn verða
að búa við það öryggi að þeir þori
að taka á ofbeldismönnum til að
tryggja öryggi okkar hinna.
Kannski finnst einhverjum
þetta léttvægt en staðreyndir máls-
ins eru þessar: í þjóðfélaginu vaða
ofbeldismenn uppi og sinna sínum
innheimtu- og ógnunarverkum án
þess að nokkur hreyfi legg eða lið.
Lögreglan er máttlaus og lætur sig
engu skipta þegar þeirra eigin
menn - menn sem eru á launum
frá okkur skattgreiðendum til að
halda uppi lögum og reglu og
tryggja öryggi borgaranna - verða
sjálfir fyrir barðinu á ofbeldis-
mönnunum.
VIÐHERADV höfum lagt okkar af
mörkum að draga þessi mál fram í
dagsljósið. Við höfum fengið gríð-
arlegar viðtökur frá þeim sem hafa
reynslu af verkum þessara manna
en eygjum litla von til þess að
nokkur sé að gera neitt til að breyta
ástandinu. Á meðan eru ofbeldis-
mennirnir að sigra og almenning-
ur að tapa.