Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.2004, Síða 3
DV Fyrst og fremst
MÁNUDAGUR 1. NÓVEMBER 2004 3
Það er frekar rólegt í Kringlunni enda sunnudagur og flestar
búðir lokaðar. Örfáar hræður sjást ganga þungum skrefum út
úr Bónus með innkaupapoka og Stjörnutorgið er þokkalega vel
setið.
„Ég er búin að vinna hérna síðan í byrjun sumars," segir
Kna|BHrnNpnBBrtPB| Lena Rúnarsdóttir í ísbúðinni.
KV A # lUlLn l.\ J Lena stundar nám í Mennta-
skólanum við Sund og er þar á öðru ári. „Eigum við ekki bara að
segja að það gangi ágætíega í skólanum, flestir vinir mínir fóru
þó í Versló en ég ákvað að fara í MS.“
Hinar stelpurnar í ísnum eru að gera allt klárt fyrir daginn og
kona á miðjum aldri kaupir barnaís með ídýfu fyrir strákinn
sinn. En hvernig er það er fólk að kaupa mikinn ís í öllum þess-
um kulda?
„Já, það er svolítið mikið að gera, traffíkin byrjar samt yfir-
leitt ekkert fyrr en um kaffileytíð á sunnudögum," segir Lena og
heldur áfram að þurrka af glerinu sem hylur ljúffengan ísinn
sem er í öllum regnboganslitum.
Að því er Lena segir kaupir fólk mest venjulega ísinn. Þó fari
svolítíð af svokölluðum Smoothies sem sé hollur og hressandi
drykkur. Hún segist ætía að vinna með skólanum í allan vetur
enda lfki henni vinnan þokkalega vel.
„Það er mjög gaman að vinna hérna og svo er þetta líka
ágætlega borgað,“ segir Lena Rúnarsdóttir.
Spurning dagsins
Treystirðu olíufélögunum?
Búnir að svíkja okkur í
mörgár
„Nei það geri í ekki. Eru þeir ekki búnir að
vera að svíkja okkur í mörg ár? Ég held
að það sé alveg á hreinu og þess vegna
treysti ég þeim alls ekki."
Hafsteinn Hafsteinsson
„Nei, engan
veginn. Þeireru
búnir að sanna
að þeim er ekki
treystandi út af
samráðinu á
sínum tíma
þannig að ég
treysti þeim alls ekki."
Helgi Helgason
„Hefur maður
um nokkuð
annað að
velja. Þetta
virðist allt vera
á sama borði.
Ég get nú samt
ekki sagt að ég
treysti þeim eitthvað sérstak-
lega mikið vegna þess sem á
undan er gengið."
íris Sigurðardóttir
„Veistu það að
ég hefmjög
litlar skoðanir
á þessu, ég er
ekki einu sinni
með bíl eða
neitt."
Rúna Lind
Jóhannsdóttir
„Verður maður
ekki að gera
það. Ég heflít-
ið sett mig inn
íþetta en
verðum við
ekki að segja
að ég treysti
þeim."
Ingibjörg Ragnarsdóttir
Olfufélögunum var í síðustu viku gert af Samkeppnisstofnun að
greiða milljarða í skaðabætur vegna ítarlegs samráðs.
Tapa Bush-feðgarnir báðir
eins og Adams-feðgarnir?
George Bush Bandaríkjaforseti 1989-
1993 og George W. Bush núverandi
forseti eru náttúrlega feðgar. Einu
feðgarnir sem fram að þvf höfðu setið
báðir á forsetastóli vestra eru þeir
John Adams forseti 1797-1801 og John
Quincy Adams 1825-1829.
Margt er svipað með feðgunum. Til
dæmis voru bæði John Adams og Ge-
orge Bush eldri varaforsetar f átta ár
áður en þeir náðu sjálfir í forsetastól-
inn. Adams var varaforseti George
Washington en Bush eldri varaforseti
Ronalds Reagan.
Báðir féliu svo f forsetakosningum eftir
aðeins fjögur ár í embætti. Adams féll
fyrir Thomas Jefferson en Bush fyrir
Bill Clinton.
Feðgar á forsetastóli
Eftir að forsetarnir Jefferson, James
Madison og James Monroe höfðu allir
gegnt embættinu f átta ár varð sonur
Adams eldri, John Quincy Adams, kjör-
ínn forseti. Það gekk þó ekki átaka-
laust. Adams yngri fékk töluvert færri
atkvæði í kjörmannasamkundu en
helsti keppinautur hans, Andrew
Jackson. Vegna þess að atkvæði dreifð-
ust hins vegar óvenjumikið fékk
Jackson ekki tilskilinn meirihluta f
kjörmannasamkundunni kom málið til
kasta fulltrúardeildarinnar. Þar naut
Adams yngri meiri stuðnings en
Jackson og varð hann forseti.
Adams yngri var síðan fyrsti maðurinn
sem féli f forsetakosningum sfðan faðir
hans tapaði þegar Jackson gjörsigraði
hann fjórum árum seinna.
Ekki kostaði minni átök að koma Bush
yngra f forsetastólinn en Adams yngra.
Hann fékk sem kunnugt er minnihluta
atkvæða en meirihluta kjörmanna. Það
var þó mjög umdeilt en eftir miklar
sviptingar komst Hæstiréttur Banda-
rfkjanna að þeirri niðurstöðu að hætta
bæri endurtalningu sem hefði getað
tryggt Al Gore forsetaembættið.
Falli Bush í kosningunum á morgun
munu Bush-feðgarnir einnig eiga það
sameiginlegt með Adams-feðgunum
að falla báðir f kosningum eftir aðeins
eitt kjörtfmabil.
Leikritaskáldið og fréttamaðurinn
Hrafnhildur Hagalln Guðmundsdóttir leikritaskáld og Sigríður Hagalín Björnsdóttir, fréttamað-
ur RÚV í Kaupmannahöfn, eru frænkur. Hrafnhildur er móðursystir Sigríðar.
Sigriður Hagalín leikkona átti dótturina Kristínu með ÓlafiÁg. Ólafssyni áriö 1949. Kristín gift-
ist Birni Vigni Sigurpálssyni, blaðamanni á Morg-
unbtaðinu, og þau eiga tvö börn. Sigríður Haga-
lín erhið eldra þeirra, fædd 1974.
I millitíðinni hafði Sigríðgr Hagalín leikkona
gengið að eiga Guðmund Pálsson leikara og þau
áttu dótturina Hrafnhildi Hagalin árið 1965.
Sigriður Hagalín leikkona er svo að sjálfsögðu
dóttir Guðmundar G. Hagalín rithöfundar.
Frábær verðtilboð á
heilsársdekkjum/vetrardekkjum.
155/80R13 frá kr. 4.335 ^O'
185/65R14 frá kr. 5.300
195/65 R15 frá kr. 5.900 P.99Ö
195/70R15 8 pr.sendib.frá kr.8.415 JJvrOO
EUBOCABD
Léttgreiðslur
Sækjum og sendum
bílinnþinn!
[BlL'AÞJVWltTURl
isuwvMim
ÍBIlKOj
bilkoiis
Betri verð!
Smiðjuvegi 34 | Rauð gata | bilko.is | Sími 557-9110