Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2004, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2004, Blaðsíða 9
Þrír af sex meðlimum hljómsveitarinnar Singapore Sling hættu í bandinu fyrir skömmu þegar það var á tónleikaferðalagi í Bandaríkjunum. Þetta gerðist nokkrum dögum fyrir Airwaves-hátíðina en þar kom sveitin fram með lánsmönnum og þótti standa sig vel, Aðalsprauta Singapore Sling, Henrik Björnsson, segir bandið langt frá því að vera hætt. Maður komi í manns stað og nóg sé framundan hjá hljómsveitinni. mer „Singapore Sling cfeyr ekki út af mannabreytingum Það þarf að drepa mig til þess að Singapore Sling hætti.“ „Það liggja eflaust margar ástæður að baki þessari ákvörðun þeirra en að vissu leyti lá þetta í loftinu," segir Henrik Björnsson söngvari, gítarleikari og iaga- höfundur hljómsveitarinnar Singapore Sling. Þrír af sex meðlimum sveitarinnar hættu í bandinu nokkrum dögum fyrir Airwaveshátíðina þegar sveitin var á tón- leikaferðalagi um Bandaríkin. Singapore Sling er þó hvergi nærri hætt samkvæmt Henrik og mun halda áfram að skapa há- vaða um ókomna tið, rokkunendum til ómældrar ánægju. Maður í manns stað „Mannabreytingar eru ekkert nýtt hjá Singapore Sling, fyrstu mánuðina skiptum við um meðlimi mánaðarlega," segir Hen- rik og heldur áfram: „Mannabreytingarn- ar eiga ekkert eftir að breyta hljómsveit- inni neitt, ég held áfram að semja og pródúsera þetta allt og svoleiðis. Það á þess vegna fátt eftir að breytast nema að fólk mun sjá nýja menn á sviðinu. En auð- vitað mun tónlistin halda áfram að þróast. Singapore Sling deyr ekki út af manna- breytingum. Þaö þarf að drepa mig til þess að Singapore Sling hætti,“ segir Henrik, sem lét fráhvarf þeirra Þorgeirs bassaleik- ara, Helga Arnar gitar- og hljómborðsleik- ara og Bjarna Friðriks trommara ekkert á sig fá heldur hóaði saman nýjum mönnum til að klára Airwavesgiggiö likt og auglýst hafði verið. Þar lék trúbadorinn Þórir á trommur, Örvar úr hljómsveitinni múm plokkaði bassann og Hákon úr Iludson Wayne spil- aði á gitar. Giggið heppaðist að söng kunn- ugra vel og Henrik tekur undir þaö. „Það var bara ákveðið að kýla á þetta Airwaves- ríkjanna eftir áramót auk þess sem stefnt gigg og með því særðum við burtu allan er á ferð um Evrópu líka. skitinn ef svo má að orði komast. Svona hlutir gerast og þá er bara að ráða nýja Aftur á leið til Bandaríkjanna menn í staðinn og halda áfrarn. Viö réðum „Þaö er kominn thni á Evrópu en í raun tvo fyrir Airwavesgiggið með dags fyrir- höfum við ekkert verið að spila neraa í 101 vara og einn samdægurs. Við völdum Reykjavik og í Ameríku," segir Henrik en fimm mátulega auðveld lög og ég skemmti rifjar þó upp að Sling hafi eitt sinn spilað í mér alla vega konunglega,“ segir Henrik MH sem er víst utan við 101. „Við höfum far- en umræddir hljóðfæraleikarar eru þó ið til Bandaríkjanna flinm eða sex sinnum til ekki komnir í sveitina til að vera. að spila og förum fljótlega eftir áramót aftur. Þá tökum við Vesturströndina," segir Henrik Þetta kemur engum VÍð en Singapore Sling er með þriggja platna „Það hafa margir komið til tals en ekki samning við ungt indí-fyrirtæki í Bandaríkj- verið gengið frá neinu ennþá. Við erum unum sem kallast Stinky Records. reyndar bókaöir á Akureyri í lok mánað- „Okkur hefur almennt verið tekið mjög vel arins og munum að öllu óbreyttu taka það þarna úti þótt l>að fari mikið eftir í hvaða gigg,“ segir Henrik en ekki er alveg vist borg og fylki maöur er. New York. Vestur- hverjir munu þá vera á sviðinu. Aðspurð- ströndin, Seattle og Kanada eru svona okkar ur hvort meðlimirnir sem gengu út fyrir strærstu markaðir,“ segir Henrik. Þegar Airwaves séu alfarið hættir segir Henrik hann er spurður hvort það sé ekkert erfitt að svo vera. koma sér að i borg eins og New York þar sem „Ef menn eru hættir þá eru þeir hættir. allir eru aö reyna að meika það segir hann Við erum með nokkrar hugmyndir að nýj- svo ekki vera. um meðlimum en ekkert hefur verið „Það eru alltaf allir að reyna aö meika það ákveöið," segir Henrik sem segist lítið sama hvar maður er,“ segir hann. Nýjasta hafa rætt viö þá sem gengu út úr sveitinni plata hljómsveitarinnar, Life Is Kiliing My síðan atburðurinn átti sér stað. „Ég hef Rock 'n Roll, hefur fengið frábæra dóma ekkert talað við þá, í rauninni vill ég ekki hérna heima og víða fengið fullt hús. Hún hef- tala um þetta við neinn. Þetta kemur eng- ur þó lítið komist að í erlendu pressunni þótt um við. Eins og er lít ég á það sem svo að það standi til bóta. þeir séu hættir en Singapore Sling heldur „Ht'm kom út í lok september þegar mörg af áfram. Það þýðir ekkert að vera að væla út stóru böndunum eru að gefa út þarna í Amer- af þessu, hvort sem það er i blöðin eða ein- íku og þess vegna er erfltt að fá pláss í press- hvers staðar annars staðar. Þetta gerðist unni. Þetta verður reyndar keyrt af stað aftur bara en bandið heldur áfram. Maður hætt- í janúar og þá sér ruaður hvað gerist,“ segir ir ekki að spila á gitar þótt maöur slíti Henrik sem hefur engar væntingar til hvað streng,“ segir Henrik enda nóg framund- platan nnini gera fyrir hann og sveitina. an. Singapore Sling heldur aftur til Banda- „Ég gerði bara bestu plötu sem ég gat gert og er mjög ánægður með hana. Hvað gerist svo kemur bara i ljós.“ Nóg framundan Næstu skref hjá Singapore Sling verða því að finna nýja meðlimi í bandið auk þess sem fyrrnefnd Akureyrarferð er fyrirhuguð undir lok mánaðar. Það á svo eftir að skýrast betur hvernig utanlandsferðum Singapore Sling verður háttað á næsta ári. „Svo er nýtt lag farið í spilun og við fórum að gera myndband við þaö næstu daga. Svo er bara að fara aö huga að næstu plötu og halda áfrant að gera það sem maður gerir,“ segir Henrik en það er lagið Life Ls Killing My Rock ‘n Roll sem nú er farið að hljóma á útvarpsstöðvum landsins. Aðspurður hvort hann sé að vinna að ein- hverju öðru en Singapore Sling þessa dagana segir Henrik aö hann og Toggi, bassaleikar- inn sem hætti í bandinu fyrir skemmstu, hafi verið langt komnir með plötu sem þeir gera undir merkjunum Hank and Tank. Henrik segist ekki vita hvort áframhald verði á þeirri samvinnu nú þegar Toggi er hættur í Sling. „Við höfum bara ekki radt það, en það kemur örugglega að þvi íljótlega," segir Hen- rik. Það er því Ijóst að þótt helmingur hljóm- sveitarinnar Singapore Sling hafi hætt fyrir skemmstu er sveitin ekki dauð úr öllum æðum. Þeir Henrik og Éinar, oft kenndur við Sonic, eru enn í sveitinni en þeir eru einu meðlimirnir sem hafa veriö með frá upphafi þannig að kjaminn er enn til staöar. Þeir fé- lagar ætla að halda áfram aö vera Singapore Sling en hverjir munu taka þátt í því ævin- týri með þeim kemur í ljós síðar. 5. nóvember 2004 f ÓkllS 9

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.