Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.2004, Qupperneq 10
10 MÁNUDAGUR 15. NÓVEMBER 2004
Fréttir DV
Eiríkur er hress og skemmti-
iegur og hefur lifandi og öfl-
uga framkomu. Hann segir
skemmtilega frá. Hann er ör-
uggur og hefur fastar skoðan-
ir á mönnum og málefnum.
Hann er Isfirðingur. Hann er
vakandi fyrir nýjungum í list-
um og menningu sama hvað-
an þær koma.
Eiríkur getur verið oforð-
hvatur og hreinskilinn og
fer þviýmislegt sem hann
segir fyrir brjóstið á fólki.
Hann á það til að tala of
mikið og gleymir þá oft við-
mælendum sínum þegar
hann veður áfram í frá-
sögnum. Hann gengur um
með frekar Ijótan hatt.
„Eiríkur talar mikið og er vel
máli farinn. Hann er ófeiminn
og er einkar hress með
vini en er líka alveg
ágætur edrú. Það sem ég
heflesið eftir hann er
afar gott og hann er
hæfileikarikur. Gallarnir
við hann eru líklega þeirað
stundum getur hann talað of
mikið, það veður áhonum og
hann tekur frammi fyrir fólki.
Svo er hann stór og hávaxinn
og með alltofmiklar handa-
hreyfingar."
Sigurður Gunnarsson, sagnfræðinemi
og Ijósmyndari.
„Einn helsti kostur Eiriks er að
hann er óþægilega hreinskilinn
og er það einnig hans helsti
löstur. Hann gengur líka alltaf
um með hatt. Hann hefur
mikinn áhuga á menn-
ingu og listum og hefur
góðan smekk á tónlist og
skáldverkum. Hann hefur
það fyrir lífssýn að segja alltaf
það sem honum finnst og finnst
þá kannski eitt eina stundina og
annað hina. Hann er þvi
óhræddur við mótsagnir og
stendur með sínu."
Haukur Ingvarsson, skáld og félagi.
„Eiríkur er mjög hæfileikarikt
skáld. Hann hefur sterkar vest-
firskar skoðanir og elskar
sína heimabyggð. Við
erum góðir vinir og ég
þekki hann vel og ætla
því ekki að hrósa honum
um ofþvi ég veit að hann á það
til að láta það stíga sér til höf-
uös."
Mugison, tónlistarmaður og vlnur.
Eirikur örn Norðdahl er fæddur 1JÚI11978.
Hann eralinn upp á Isafírði. Hann útskrif-
aðist frá Menntaskólanum á Isafírði.
Næstu ár ferðaðist hann um og bjó íýms-
um löndum um allan heim. Hann býrálsa-
fírði og starfar sem næturvörður á hóteli og
sem skáld. Bók hans, Hugsjónadruslan, er
væntanleg I verslanir í vikunni.
Sýndu ekki
Private Ryan
í vikunni minntust
Bandaríkjamenn fallinna
hermanna og stóð til að 225
sjónvarpsstöðvar á vegum
ABC sýndu Óskarsverð-
launakvikmyndina Saving
Private Ryan. AUt að 65
stöðvar þorðu ekki að sýna
myndina því þar tala menn
oft ósæmilega og eðli mynd-
arinnar samkvæmt ber
nokkuð á ofbeldi.
Kennarar eru ævareiðir vegna lagasetningar um kennaraverkfall og margir treysta
sér ekki til að mæta í vinnu að nýju. Búist er við að margir kennarar skrái sig
veika í dag. Skólastjórnendur eru uggandi um framtíðina.
„Kennarar eru bugaðir. Fólki líður mjög illa, þegar lagasetningin
var sett brotnuðu margir hreinlega niður og hágrétu, fólk fékk
bara vægt taugaáfall." sagði Jón Pétur Zimsen, kennari í Réttar-
holtsskóla, þegar DV hafði samband við hann í gær.
„Sumir eru fljótir að jafna sig á
áföllum og sumir ekki. Miðað við h'ð-
an flestra tel ég það ekki vera óeðlilegt
að einhverjir hringi sig inn veika á
morgun. Til að sinna kennslu þarf
fólk að vera í góðu andlégu jafhvægi
og eflaust eru margir sem eru nú í
engu ástandi tíl að kenna. Mér líður
bölvanlega sjálfum og myndi ekki
treysta mér tú kennslu eins og er. Ég
Þóra Elfsabet Kjeld „Þetta eru sorglegir
tímar. Ég hefenga ánægju afað vera Is-
lendingurídag."
veit ekki hvað morgundagurinn ber í
skauti sér né hvort líðanin mun
skána."
Sorglegir tímar
Jón Pétur neitar því að samantek-
in ráð séu á milli kennara í sínum
skóla um að tilkynna veikindi. „Það
eru ekki skipulagðar aðgerðir af neinu
tagi. Fólk gerir svona hluti algerlega
upp við sig sjálft." Aðspurður um
hvort kennarar hyggi á fjöldaupp-
sagnir vegna málsins segir Jón Pétur
að margir hafi talað um það eða lýst
því yfir. „Maður veit ekki hvort fólk
kemur svo til með að standa við það
en þegar níðst er á heilli starfstétt get-
ur allt gerst."
Þóra Elísabet Kjeld, kennari í Ár-
bæjarskóla, tekur í sama streng. „Fólk
er virkilega í sjokki, því h'ður illa og er
mjög reitt. Það hafa ails kyns tilfinn-
ingar gert vart við sig og margir líkja
þessu hreinlega við áfallaröskun.
Kennurum finnst engin virðing vera
borin fyrir starfinu sfnu. Óánægjan er
mikil og fólki h'ður bara eins og það sé
í fangelsi. Það er erfitt fýrir kennara að
segja upp því ef það verða hópupp-
sagnir þá má framlengja uppsagnar-
frestinn þar sem stéttin er í hættu og
ef þú mætir ekki þá má beita þig fjár-
sektum. Hvað á fólk að gera? Þetta eru
sorglegir tímar. Ég hef enga ánægju af
að vera íslendingur í dag.“
Upphafið að hnignunarskeiði
Guðrún Magnúsdóttir, skólastjóri
í Hjaflaskóla í Kópavogi, segist ekki
hafa skipulagt neinar aðgerðir ef svo
fari að kennarar mæti ekki til vinnu.
„Við ætlum að sjá hvemig dagurinn
fer af stað og ákvarðanir verða svo
teknar í framhaldi af því. Það eru ekki
jákvæðir straumar í loftinu og þetta
Jón Pétur Zimsen kennari „Maður veit
ekki hvort fólk kemur svo til með að
standa við það en þegar níðst er á heilli
starfstétt getur allt gerst. “
Veiðimenn brjóta rjúpnabann
Bjóða bannaða rjúpu
„Mér hafa verið boðnar íslensk-
ar rjúpur á 2.500 krónur stykkið en
þáði ekki. Ég hef líka heyrt að menn
bjóði rjúpur frá því í hittiðfyrra en
held að það sé aðeins fyrirsláttur til
að fela að þær séu nýjar," segir
Úlfar Finnbjörnsson, matsveinn og
mikill rjúpnaaðdáandi.
í fýrra var nokkuð um að menn
væru með til sölu rjúpur frá árinu
áður og alls ekki hægt að sanna að
svo væri ekki. Það fór þó hljótt og
rjúpurnar voru hvergi tif sölu í
verslunum. Úlfar segir að sjálfur
hafi hann fengið rjúpur á pelann
þegar hann var barn og aldrei fifað
jól án rjúpu. „Ég freistaðist eigi að
síður ekki til að kaupa þessar rjúp-
ur sem mér voru boðnar en er að
reyna að fá grænfenskar rjúpur.
Þær gefa þeim íslensku ekkert eftir
enda um sömu rjúpuna að ræða. í
fýrra voru þær seldar á 1500 krón-
ur. Þær skosku er prýðilegar en ná
ekki villibragðinu sem við viljum
hafa af rjúpunni.
Úlfar segist ekki vita hve mikið
sé um að menn séu að skjóta en
menn fari leynt með það sem þeir
skjóta. „Þeir skjóta með riffium
með hljóðdeyfi en rjúpan er svo
spök að það er ekki mikið mál. Ég
sagði þessum veiðimönnum að
skammast sín. Ég held samt að ekki
sé mikið um að þeir sem eru að
skjóta séu að bjóða rjúpurnar til
sölu heldur hafi þær til eigin nota,“
segir Úlfar.
Láta sér ekki segjast Óforskammaðir
veiðimenn brjóta rjúpnaveiðibann og skjóta
rjúpur með riffli með hljóðdeyfi.
„Mér líður bölvanlega
sjálfum og myndi ekki
treysta mér til
kennslu eins og er,"
segirJón PéturZim-
sen. ö
leggst ekki vel í mig ef fer sem horfir.
Það er trúnaðarmannafundur síðar í
dag og þá munu málin skýrast. Ég hef
ekki heyrt af neinu samráði á milli
kennara um að mæta ekki. Ég held að
hver og einn þurfi bara að taka sína
ákvörðun og bera ábyrgð á sínum
gjörðum."
Hilmar Hilmarsson, skólastjóri
Réttarholtsskóla, sat á fundi með
nokkrum skólastjómendum þegar
DV hafði samband við hann í gær.
„Menn em bara að ræða almennt þá
stöðu sem er komin upp í skólakerf-
inu. Fyrst og fremst hafa menn
áhyggjur af framtíðinni, ekki bara
morgundeginum. Það er ekki bjart
framundan í skólamálum á íslandi.
Ég óttast að þetta sé upphafið að
hnignunarskeiði." toi@dv.is
Ríkinu stefnt
vegna löggæslu
Ungmennafé-
lag íslands hefúr
stefnt fjársýslu
rflásins vegna
löggæslumála á
unglingalands-
mótum. Málið er
á dagskrá Hér-
aðsdóms Reykja-
vflcur í dag. Björn B. Jónsson, for-
maður UMFI, sagði í samtali við
DV í gær að málið snerist um
prinsipp en ekki krónur og aura -
en félagið var rukkað vegna lög-
gæslukostnaðar á ísafirði sumarið
2003. „Við viljum koma þessu
máli á hreint þannig að við verð-
um ekki rukkaðir vegna löggæslu.
Við erum með hundruð sjálfboð-
aliða á okkar landsmótum og telj-
um okkar mót ekki heyra undir
opinberar útíhátfðir," sagði Bjöm
og bætti við að töluverðar líkur
væm á að sátt næðist í málinu
strax í dag. Sú sátt felur þá í sér að
UMFÍ þurfi ekki að greiða fyrir
löggæslu.