Barnadagurinn - 22.04.1937, Blaðsíða 3

Barnadagurinn - 22.04.1937, Blaðsíða 3
BARNADAGURINN 1937 8 Ra d d i r. Ritstjóri „Barnadagsins lagði eftirfarandi spurningu fyrir nokkra menn, sem gegna ábyrgðarmiklum störfum fyrir þjóðfélagið: Hvað álítið þér um störf ,,Sumargjafar“? Hér á eftir fara ummæli þeirra, sem svöruðu spurningunni: Frú Aðalbjörg SigurSardóttir: Eg lít svo á, aS ,,Sumargjöfin“ leysi af hendi hið mesta nauðsynjastarf hér í Reykjavík. Þörfin á dagheimilum fyr- ir börn verður meiri með hverju árinu sem líður, og mun nú viðurkennt af flestum. Nokkrir áhuga- og hugsjóna- menn og konur bæjarins sáu þessa þörf löngu á undan öðr- um. Mundi það sjálfsagt hafa dregist lengi enn, ef beðið hefði verið eftir því, að hið opinbera tæki sig fram um að koma slíkum heimilum á stofn. En því sjálfsagðara sýnist það þá, að bær og ríki hjálpi áhugamönnunum, sem brotið hafa ísinn í þessu máli, til þess að geta aukið starfsemina sem mest. Aðalbjörg Sigurðardóttir. Ásgeir Ásgeirsson, frœðslumálastjóri: Barnavinafélagið „Sumargjöf“ er eitt af beztu og fram- takssömustu félögum þessa bæjar. Það heldur uppi þjóð- þrifastarfsemi af miklum dugnaði. Félagið miðlar fátæk- um bæjarbörnum af gæðum sumarsins. Það léttir þungum áhyggjum af mæðrum, sem vinna utan heimilis. Félagið á skilið að l’á stuðning allra góðra manna. Ásgeir Ásgeirsson. Eysteinn Jónsson, f jármálaráðherra: Álít að Barnavinafélagið ,,Sumargjöf“ hafi nú þegar unnið merkt brautryðjandastarf í þágu uppeldismálanna, og árangurinn af starfi þess eigi þó eftir að koma enn greinilegar í ljós en orðið er. Meðal annars fyrir starf þessa félags er nú komin á hreyfing víðsvegar um landið, til þess að koma upp aðset- ursstöðum fyrir þau börn, sem helst þurfa aukinnar að- hlynningar við. Eysteinn Jónsson. Freysteinn Gunnarsson, skólastjóri: Starfsemi Sumargjafar er voryrkja í bæjarlífi Reykja- víkur. Hlutverk hennar er að vernda og verja viðkvæmasta og dýrmætasta nýgræðinginn fyrir vorhretum, vanefna og vanheilsu. Hugsjón hennar er að setja börnin sólarmegin og gefa þeim gleði og hreysti í sumargjöf. Freysteinn Gunnarsson. Haraldur Guðmundsson, kennslumálaráðherra: Hún er alls góðs makleg. Þeir sem starfa að bættum hag og uppeldi barnanna, starfa fyrir framtíðina. Haraldur Guðmundsson. Hallgrímur Jónsson, skólastjóri: „Hvað álíti þér um störf „Sumargjafar“?“ Gott eitt er um þau að segja. Og er þá komið nafni á að svara spurningunni; en meður því, að mælginni sumir unna, mun eg ei svona fáum orðum kunna. Góðviljj forgöngumanna félagsins virðist vera mikill og Bökunardropar Áfeiigisverzlunar ríkisins eru búnir til úr réttum • - - , . j» • R ' P P! efnum og með réttum aðferðum. Hárvötn Áfengisverzlunar ríkisins eru hin ódýrustu, sem fást, en þó mjög góð. Einkasala er á þessum vörum. Verzlanir snúi sér því til Áfengisverzlunar rikisins Reykjavík.

x

Barnadagurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnadagurinn
https://timarit.is/publication/869

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.