Barnadagurinn - 22.04.1937, Page 4
4
BARNADAGURINN 1937
RÍKISPRENTSMIÐJAN
GUTEN BERG
REYKJAVÍK
Þingholtsstræti 6.
Pósthólf 164.
Símar (3 linur).
2583, 3071, 3471.
Prentun, Bókband. Pappír.
Vönduð vinna
Greið viðskipti
Þær vörur, sem
fást á hverjum tíma
reynast alltaf vel hjá
VERZLUNIN BJÖRN KRiSTJÁNSSON
^ JÓN BJÖRNSSON & CO, A
O. FL. HAMPVÖRUR
H.F. HAMPIÐJAN
R EYKJAV í K
Sími 4390. Slmn.: Hampiðja
einlægur. Kennir mannvits og fyrirhyggju í félagsstarfsem-
inni. — Forsjón félagsins hefir verið sýnt um að afla fjár,
en ekki hefir það fé hrokkið til, því að forustumennirnir
eru stórhuga. Meira fé vantar, ef framkvæma á það, sem
nú kallar að. •—
Margir borgarbúar, ungir og gamlir, hafa lagt þessu
félagi lið, enda hefir eftir því verið gengið. Er það sagt
foringjunum til hróss.
Aðsóknin að dagheimilum félagsins sýnir ljósast, hve
rík er þörf hjálpar þeirrar, sem félagið veitir. — Of-fullt
var í fyrra á báðum stöðum, Grænuborg og selstöðinni,
sj ómannaskólahúsinu.
Eg hefi löngun til að þakka félagsstjórn og forstöðu-
konum heimilanna, er eg hefi sem barnaverndarmaður leit-
að til félagsins og beðið um að taka við börnum, sem lítið
eða ekkert væri hægt að greiða með. Forstöðufólkið gerði
æfinlega meira en það í raun og veru gat. En til þess að
félagsstjórnin geti sýnt þá rausn, sem henni er í blóð bor-
in, þá verður að leggja fyrirtækinu meira fé, bæði frá borg
og ríki. Án fjárframlaga geta verkin ekki talað. —
Formaður félagsins, Steingrímur Arason, þreytist ekki
á að reyna að finna nýjar leiðir heppilegar til að afla fé-
laginu fjáiúns. Og á formaður hauk í horni, þar sem ísak er
Jónsson, þessi frábæri dugnaðarhamur. Og svo hafa báðir
þessir menn kringum sig úrvalslið. Án þessa hefði félaginu
ekki orðið svo ágengt, sem raun ber vitni.
Dagheimilum þarf að fjölga. Borgin er dreifð, og örð-
ugt að sækja langt fyrir lítil börn.
Vér þurfum að eignast barnaheimili, sem taka við börn-
um allt árið. Vér, sem í barnaverndarnefnd erum, þreifum
á þörfinni, að koma fljótlega fyrir börnum, um lengri éða
skemmri tíma, ýmsra ástæðna vegna; en frá ríkis hálfu og
borgar blasir auðnin við, enn sem komið er. —
Starf „Sumargjafar" er oss ómissandi. Félagið er að
reyna að bæta úr allsleysi og vanrækslu. Ætti öllum, sem
geta, að vera Ijúft að leggja því lið.
Hallgrímur Jónsson.
Hermann Jónasson, forsœtisráðherra:
Þegar ég fékkst við lögreglu- og réttarrannsóknir hér í
Reykjavík, um nokkur ár, bæði sem bæjarfógetafulltrúi
og lögreglustjóri, sannfærðist ég um það, að fátt, jafnvel
ekkert, er jafn hættulegt fyrir íslenskt þjóðlíf og uppeldi
barna á götunni. Þess vegna álít ég, að með stofnun dag-
heimilisins Grænaborg hafi verið stigið mjög þýðingar-
mikið spor í uppeldismálum Reykjavíkur. — Við þurfum
að eignast fleiri dagheimili lík Grænuborg.
Hermann Jónasson.
Jón Þorsteinsson, íþróttakennari:
Barnavinafélagið „Sumargjöf" hefir byrjað á því nauð-
synlegasta til þess að efla líkamshreysti barnanna. Fyrst
með því að veita þeim holla fæðu, og í öðru lagi með því
að gefa þeim kost á að hreyfa sig og njóta sólarljóssins í
hollu umhverfi. Þetta eru undirstöðuatriði allrar líkams-
menntunar, og heilbrigð sál býr í hraustum líkama.
Jón Þorsteinsson.
Katrín Thoroddsen, læknir:
Þetta er mjög þörf starfsemi. Eg hefi kynnst börnum,
sem hafa dvalið á dagheimilum félagsins, og fylgst með