Barnadagurinn - 22.04.1937, Page 6

Barnadagurinn - 22.04.1937, Page 6
6 BARNADAGURINN 1937 Bezfu barna- skórnir Lárusi. Heílu-ofnmn er við allra hæfi. Smekklegur, ódýr, isienskur. Kynnið yður verð og gæði áður en þér kaupið gömlu, útlendu gerðina. „ ÍJ I 1 I! j i (J : ?irlill!lllilllll!llllU!iilillllllll|lli!lllllll!illl!l!lllllllill H.f. Ofnasmíðjan, Austurstrætí 4i» Reykjavik. iiiiiiiiiiiiiiiiiniiiniiiiiiiiniuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiintiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimuiiiiniÍHiiiiiiiiiiiiiiiiimiii Félagsbókbandið. Siml 3036. Reykjavik Öll vinna, seni að bókbandl iýtur, fljótt og vel af hendi leyst. Semjið við Félaesbók- bandið um heftingu og band á forlagsbókum yðar; það mun reynast yður best. — — — Elísabet Gísladóttir, RauÖarárstíg 13 E: Ég hafði telpuna mína hjá ykkur í fyrra sumar. Henni fór vel fram, og ég var mjög ánægð með dvöl hennar á dagheimilinu, enda ætla ég nú að biðja ykkur fyrir hana í sumar. Af bví að barnið mitt var í Grænuborg, gat ég stundað fiskvinnu. Það er fjarska mikið varið í það að þurfa ekki að hafa áhyggiur út af líðan barnsins allan daginn, með- an maður er í vinnunni. Og án svona hjálpar er mörorum einstæðum mæðrum ógerningur að stunda vinnu fjarri heimilinu. Margrét Tómasdóttir, Nönnugötu 1: Ég er búin að hafa börn hiá ykkur í briú sumur, og vil eiga ykkur að í fleiri sumur enn. Síðastliðið sumar voru þriú börnin mín hjá ykkur. Þau eru nú siö alls, og það elsta 10 ára. Maðurinn minn hefir óvissa og slitrótta at- vinnu. Ástæður eru því ekki sem bestar. Og ég veit ekki, hvernig hefði farið fyrir okkur, ef við hefðum ekki notið aðstoðar dagheimilisins. Telpurnar mínar fóru til ykkar í fyrra vor nýstaðnar upp úr mislingum. Tvær þeirra tóku grófum framförum, en ein miður, en hennar framfarir eru nú svona að jafnaði. Eitthvert mesta áhyggjuefni mitt, vegna barnanna minna, er gatan. En hér liggur hún alveg upp að dyrum, eins og þér sjáið. Að hafa ekkert nema göt- una handa blessuðum börnunum til að leika sér á er hrein- asti voði. Maður óttast umferðarslys, og svo er nú félags- skapurinn á götunni eins og þér þekkið. En á dagheimil- unum læra börnin ekkert nema fallegt, þar eru ætíð vinir við hendina til hjálpar. Og mér hefir fundist dvölin þar hafa göfgandi áhrif á börnin mín. Það er nú svo á barn- mörgum heimilum, eins og þér vitið, að móðirin hefir svo mörgu að sinna, að hún annar því ekki að láta börnin vera eins og hún óskaði og þau þyrftu að vera. Reynsla mín segir mér, að svona starfsemi sé bráðnauðsynleg. Ég álít, að þó efni væru fyrir hendi, væri betra að hafa börnin á dagheimili og borga fullt fyrir þau. Stefanía Jóhannsdóttir, Grettisgötu 2 A: Ég hefi haft tvíburana mína hjá ykkur í 5 ár. Það er ómetanlega gott að geta sent börnin á dagheim- ili, einkum barnanna sjálfra vegna. Þegar maður hefir fyr- ir mörgum börnum að sjá, hefir maður ekki ástæður, eða ráð á að sinna þeim, líkamlega og andlega, eins og vera ber. Þetta var mjög mikill styrkur fyrir mig, ekkju með 5 börn. Og eldri drengirnir tveir eru að læra iðnað og hafa á meðan, eins og þér vitið, lítið kaup. Svo að það er ekki miklu úr að spila. Ég álít að starfsemi ykkar sé bráðnauð- synleg fyrir svona mannmargan bæ. Ég er mjög þakklát fyrir börnin mín. Þaii hafa fitnað hjá vkkur á hverju sumri, en lagt af á hverjum vetri, þó að kannski sé skömm frá að segja. Þau hafa verið svo södd, þegar þau hafa komið syngjandi af dagheimilinu á sjö- unda tímanum á kvöldin, að þau hafa oft ekki haft lyst á nema einni brauðsneið um kvöldmat. Ég vil þakka þeim, sem standa fyrir þessari starfsemi, því að börnin -mín væru ekki það, sem þau eru, ef þau hefðu ekki notið dagheimilisins 1 Grænuborg. — Og mig langar enn til að koma þeim þangað, enda þótt þau séu nú líklega orðin of stór handa ykkur, litlu skinnin. Framh. á 8. síðu. •

x

Barnadagurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Barnadagurinn
https://timarit.is/publication/869

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.