Barnadagurinn - 22.04.1937, Blaðsíða 8
8
BARNADAGURINN 1937
Hátíðahöld barnadagsins og
fjársöfnun Sumargjafar.
Undanfarin 13 ár hefir Barnavinafélagið Sumargjöf geng-
ist fyrir hátíðahöldum fyrir börnin hér í bænum á sumardag-
inn fyrsta. Félagið hefir frá byrjun viljað vinna þrennt
með þessu:
1. Helga börnunum einn dag á ári.
2. Minna fullorðna fólkið á áberandi hátt á börnin og upp-
eldisskyldurnar.
3. Safna fé til hjálpar börnum, sem mesta hafa þess-
þörfina.
Sum stórveldi hafa áberandi tyllidaga til að minna fólkið á
orustugný og unna sigra á vígvöllum. Og hátíðahöld eru m.
a. aðferð til að fremja hópsefjun á fjöldanum, og vinna hann
til fylgis við málefni og stefnur. Það virðist ekki óviðeigandi,
að nota þetta herbragð í þjónustu góðra málefna — uppeldis-
málanna. Sumargjöf hefir margt að þakka og yfir fáu að
kvarta undanfarin ár í sambandi við barnadagshátíðahöldin.
Menn hafa tekið eftir, virt og stutt starfsemi félagsins. Og
ummæli nokkurra manna og kvenna hér í blaðinu sýna m. a.
hvaða álit menn hafa á starfsemi þess.
Og nú rennur upp 14. barnadagurinn, en það er á sumar-
daginn fyrsta. Dagskráin, sem birt er hér í blaðinu, gefur
nokkra hugmynd um, hvað verður til skemmtunar, og hvern-
ig ætlast er til, að hátíðahöldin fari fram, og geta menn kynnt
sér það þar. En ég vil vekja athygli á því, að fáir munu
renna grun í, hve mikið erfiði (sjálfboðastarf) liggur á bak
við barnadagshátíðahöldin og undirbúning þeirra, bæði frá
þeim, sem eiga að afla skemmtiatriða og ráða þeim, og eins
frá hinum, sem skemmta eiga, að ógleymdum þeim, sem
starfa að bókaútgáfu, merkjasölu og happdrættinu. Undan-
farin tvö ár hafa veikindi torveldað mjög þetta starf. Og í
þetta sinn hefir innflúensan aukið mjög á erfiðleika við frá-
gang dagskrárinnar. Það er aðeins fyrir góðan vilja, skiln-
ing og fórnfýsi þeirra, sem leitað hefir verið til, að hægt er
að bjóða svona viðamikla dagskrá.
ísak Jónsson.
R A D D I R, framh. af 6. síðu.
Þorbjörg Magnúsdóttir, Smiðsnesi, Skerjafirði:
Ég er búin að hafa börn hjá ykkur í 3 sumur. Ég á átta
börn. Fjögur eru nú hjá mér, og þau eru frá 3—6 ára.
Fyrsta árið, sem ég hafði börn hjá ykkur, var ég nýbúin
að missa manninn minn. Ég var sjálf veil til heilsu og því
illa stödd að mörgu leyti, svo að þetta var mér ómetanleg
hjálp. Yngstu börnin mín hafði ég heima, en var alveg
kvíðalaus um börnin, sem dvöldu á dagheimilinu, bæði
hvað aðbúð snertir, hættu af bílum og óhollustu af göt-
unni. Enda hafði dvölin á dagheimilinu góð áhrif á börn-
in, bæði til líkama og sálar. Þau döfnuðu vel og urðu þjálli
í aðbúð heima fyrir.
Ég tel svona starfsemi ómetanlega fyrir mæður, sem
eru að berjast einar fyrir börnum sínum, bæði þær, sem
eru heilsuveilar, og eins hinar, sem hafa heilsu til að
stunda vinnu utan við heimilið.
Félagar Sumargjafar!
Rækið félagsskyldur ykkar við Sumargjöf, með því að
kaupa og aðstoða við sölu happdrættismiða félagsins.
^aupið
glngga, hurðir og lista
hjá stærstu timburverzlun og trésmiðju landsins.
-----Hvergi betra verð.-------
— Kaupið gott efni og góða vinnu. . —
Þegar húsin fara að eldast mun koma í ljós,
-------að það margborgar sig.-----
Timburverslnnia
Völundur h f.
Reykjavík. Símnefni: Völundur.
Lýsissamlag
íslenzkra bofnvörpunga
R e y k i a v í k .
Símar: 3616 og 3428
Símnefni: Lýsigsamlag.
Einasta kaldhreinsunarsiöð
á Islandi.
MUNIÐ, að íslenzka
þorskalýsið hefir í sér
fólginn mikinn kraff
og er eiff hið fjörefna-
rikasta í heimi.