Barnadagurinn - 22.04.1937, Side 10

Barnadagurinn - 22.04.1937, Side 10
10 BARNADAGURINN 1937 SKOLALITIR Höfum nýlega fengið mjög mikið af allskonar vatnslitakössurn. Ódýrum litum l töflum, skúium og túbum, sem einnig fást lausar. Kassar með 10—12 litum frá 75 aur. PENSLAR, margar tegundir. P A P P í R, i bókum og blokkum. Fáið ykkur litakassa fyrir sumarið. „MÁLARINN1, Simi 1496. Bankastr. 7. GULLAX HAFRAMJÖLIÐ veitir yður þrótt og fjör Skyldur Reykjavíkur við börnin. Eftir Jón Sigurdsson, skólastjóra. Þegar vorið kemur og sumarið fer í hönd, hér á norður- hjara jarðar, fær lífið nýjan þrótt, nýja starfsorku, nýja baráttuhvöt. Allt vaknar af vetrarblundi. Fólkið fær nýjan svip, djarfmannlegri, glaðari og góðmannlegri. Það rumskar af fábreytnisdrUnga vetrarins og það endurvaknar til nýrr- ar vitundar um hlutverk sitt í lífinu og þær skyldur, sem lífið og þjóðfélagið leggur því á herðar. — En í einu atriði sofa Reykvíkingar rólegum, draumlitlum svefni vetur og sumar, vqr og haust og ár fram af ári. Það er um kröfurnar um nægileg og fjölbreytt viðfangsefni fyrir börnin úti við í hollu umhverfi og nægilega rúmgóðu fyrir leiki þeirra og athafnir. Hér um sofa menn furðu fast. Foreldrarnir sofa, borgar- arnir sofa og ráðamenn bæjarins sofa. Að vísu hafa ýmsir kennarar og aðrir einstakir áhugamenn hreyft við þessu efni, en það hefir borið furðu lítinn árangur. Þó hefir Barna- vinafélagið Sumargjöf unnið mjög þarft verk með sínum •dagheimilum. Það hefir unnið á réttan hátt og náð mjög lofsverðum og þakkarverðum árangri. Margir foreldrar fara með börn sín út úr bænum á sumrin, þar sem þau hafa holl skilyrði, og það er ágætt fyrir þau börn og sjálfsagt. En öll- um fjöldanum kemur þó þetta að litlu eða engu liði. Það þarf að skapa öllum börnum bæjarins holl leikskilyrði og starfs- skilyrði í bænum eða nágrenni hans allt árið um kring. Leik- velli, garða og gróðurreiti að sumrinu, skíðabrekkur og skautasvell að vetrinum, þar sem þau geta dvalið ótrufluð af dagsóróa fullorðna fólksins, undir éftirliti og leiðbeiningu uppeldisfróðra manna. Þetta þarf að koma og koma sem allra fyrst. En slíkar framkvæmdir geta talist viðunandi því aðeins, að þær verði til hagsbóta fyrir öll börn bæjarins og við hvaða kjör, sem foreldrar barnsins eiga að búa. Þessir leikvangar og starfsstaðir barnanna þurfa líka að vera jafnt fyrir öll börnin, af því að samfélag við önnur börn orkar á uppeldi hvers einstaklings og heildarinnar allr- ar, og okkar fámenna og íatæka þjóð hefir ekki efni á því að loka þroskalindum uppeldisins fyrir miklum hluta barna sinna, ekki fyrir einum einasta. Þess vegna verða þær ráð- stafanir ekki lausn á þessum vandamálum' Reykjavíkurbæj- ar, sem ekki koma öllum börnum bæjarins að notum. Börn hinna efnaðri borgara þurfa að alast upp í samstarfi og leik með öðrum börnum, og börn hinna fátæku eiga kröfu á að njóta hlutdéildar í þeim þroskalindum, sem þjóðfélagið ræð- ur yfir. Reykjavík er bæjarfélag, sem sniðið er fyrir líf íullorðna fólksins, og svo má segja, að börnunum sé þar hvorki ætlað rúm né hlutverk. Eldri börnin taka að vísu iíokkra hlutdeild í hinu hversdagslega lífi bæjarins og þeim viðburðum og at- vikum, sem ske í heimi fullorðna tolksins, en allt verður það þeim fjarlægt og óeðlilegt. Og ýngri börnin þjást og van- ^þroskast, af því að þau hafa ekki sinn barnáheim fyrir sig, þar sem þau gætu lifað sínu sérstaka barnalífi í starfi og

x

Barnadagurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnadagurinn
https://timarit.is/publication/869

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.