Barnadagurinn - 22.04.1937, Page 11

Barnadagurinn - 22.04.1937, Page 11
BARNADAGURINN 1937 11 Mjólkur- og lýsisneysla skólabarna, Effir Arngrím Kristjánsson, skólastjóra. Eg tel ekki nerna réttmætt, að í Barnadeginum, sem ein- vörðungu er helgaður málefnum barnanna, séu dregin fram aðalatriði þau, er liggja til grundvallar fyrir skipulagðri mjólkur- og lýsisneyslu í skólum bæjarins. Það því fremur, sem framkvæmd þessa máls hefir einmitt nú um þessar mundir orðið að ásteytingaratriði í opinberum umræðum um heilbrigðis- og fjármálastjórn bæjarins. Hér verður þó ekki rökrætt það atriði út af fyrir sig, er um er deilt (þ. e. hvort lýsis-, mjólkur- og matargjafir, skuli framkvæmd'ar í skólunum lengur eða skemur fram eftir vor- inu), heldur bent á nokkur aðalatriði, sem reynsla síðastlið- inna ára hefir skorið úr um, varðandi mál þetta almennt. — En þau eru þessi: 1. Mjólkur- og lýsisneysla skólabarna. er hagkvæmt fram- kvæmdaatriði, til tryggingar nauðsynlegri heilsuvernd, börnunum til handa. 2. Mjólkurneyslan, ein út af fyrir sig, á mjög xniklum vin- sældum að fagna meðal barnanna sjálfra og aðstandenda þeirra. 3. Skólalæknar, skólahjúkrunarkonur og kennarar eru leik. Því að, hvar eiga börnin að vera og leika sér? Það væri ánægjulegt að geta svarað því, en við svörum því ekki, því að við blygðumst okkar fyrir svarið. En svarið kemur engu að síður. Börnin svara því sjálf þaðan sem þau verða að haf- ast við á götunni í bílarykinu og skarkalanum. Inni mega þau ekki vera og úti mega þau ekki vera annars staðar. Ef einhver staður er öðrum glæsilegri í þeirra augum, þá er hann auðvitað forboðinn. — Fullorðna fólkið er þjóðfélagið. Fullorðna fólkið setur börnin inn í heiminn, en þessi heimur er hér í Reykjavík byggður upp fyrir þá fullorðnu. Fyrir börnin með þeii'ra starfsþörf, fjör og fjölbreyttu fram- kvæmdir og leiki er ekki rúm. Hér í Reykjavík vantar, frá því opinbera, nálega öll þau ytri skilyrði fyrir heilbrigðum og ávaxtavænlegum þroska barnanna, sem þjóðfélaginu' sem heild ber að leggja þeim, önnur en skólana, sem þó eru allt of litlir og ófullnægjandi að útbúnaði, sérstaklega að leikvöllum og skólagörðum. Börnin eru gestir í lífi okkar fullorðna fólksins. Gestir, sem síðar eiga að taka sér stöðu á þjóðarheimilinu. Taka upp starf okkar, þegar við eldumst og þreytumst, og erfa landið, og- flytja síðan þann arf yfir til afkomenda sinna. Hér á landi hefir jafnan þótt auðnuleysi og lítilmennska. að vera ógest- risinn. Eg vona, fyrir hönd allra barnavina bæjarins, að sú ógæfa elti okkur ekki öllu lengur, að sýna þeim gestum okk- ar fálæti og ósanngirni, sem okkur, ber. skylda til að annast og fóstra, pg sem öll framtíð og.farsæld þjóðarinnar ér und- ir komin. Vinnuni fyrir börnin. styðjum að framgangi hvers þess málefnis, sem vill heill þeirra og farsæld, því að það er heill og farsæld íslensku þjóðarinnar í nútíð og framtíð. r . ' : ~ • • - 3": -1 {-■ Jxíri Slrjiit'ðnsG'ri' - Laugaveg3 FÖT, FATAEFNI í miklu úrvali. Fötin saumud á stuttum tíma. t DÖMUKÁPUR og DRAGTIR, saumad efir nýjustu tisku. Mikið úrval af SUMAREFNUM og TILBÚNUM KÁPUM. Andrés Andrésson Ferðist og flytjið vörur yðar með skipum Á' / h.f. Eimskipatélags Islands. Öll ritfangakaup hentugust og ódýrust hjá okkur. Riffangaverzl. PENNINK 1 Verzlunínní yisir er bezí að kaupa ailskonar Matvörur, Hreinlœtisvör- ur, Tóbaksvörur, §æigætí Lágt verð. Verið Islendingar! Kaupið og notið Álafoss-föt C:, Álafoss. Þingholtsstræti 2.

x

Barnadagurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Barnadagurinn
https://timarit.is/publication/869

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.