Barnadagurinn - 22.04.1937, Qupperneq 14

Barnadagurinn - 22.04.1937, Qupperneq 14
BARNADAGURINN 1937 14 Lífii'yg'gingarféla^tð ANDVAKA býður liagkvæmar barna* Iryg'gingar. Spyrjist fyrir á skrifstofu félagsins, Lækjartorgi 1. — Sími 4 250. sem í hag koma, að gera viðskiptin í Kaupfélagi Reykjavíkur Sölubúðin, sími 1245. Brauðgerðin, sími 4562. Skrifstofan, sími 1248. Bankastræti 2. ELDSPÝTU R kosta í smásölu 40 aura pakkinn. Heildsölubirgðir hjá Tóbakseinkasölu ríkisins. unnið með föður sínum eða lifað sig inn í starf hans og áhuga- mál. Jafn-erfitt eða verra er fyrir-föðurinn að lifa sig inn í umhverfi sonarins. Þannig mætti telja dæmin, en þau sýna öll, hve sambandið vill verðá lítið milli heimilismanna í borg og einkum milli föður og sonar, milli eldri og yngri kynslóð- ar. Þetta finna foreldrar yfirleitt, en hugga sig við, að þetta sé sameiginlegt böl svo margra, að við því verði víst ekkert gert. „Ekki getum við flutt okkur út fyrir Hringbraut krakk- anna vegna, þó að þau hefðu kannski betra af því. Ekki get- um við farið að standa í garðrækt inni í Kringlumýri og þröngva krökkunum til að vinna þar. Ekki höfum við tæki- færi til að koma þeim á heimili, sem við fulltreystum, í sveit, hvað þá til þess að búa í sumarbústað um bjargræðistímann, fjarri allri atvinnu". — Þannig skrafar tolkið og hefir óþrjót- andi afsakanir fyrir því, að börnin verða að vaxa upp hirðu- lítið. Með því er þó aðeins lýst uppeldi þeirra, sem eiga góð lífskjör. Ómegðarfjölskyldur fá varla sæmilegt húsnæði fyr- ir sömu borgun og aðrir, þó að þær ættu jafnlétt með að borga. Fæstir vilja leigja þeim nema í kjallara eða á hana- bjálka, og húsrúmið verður af fjárhagsástæðum þeim mun minna sem börnin eru fleiri. -Þó að slysatryggingar, sjúkra- tryggingar, ellitryggingar o. s. frv. hafi nú, að sumra sögn, tekið af fólki möguleikann til að lifa í guði þóknanlegri fá- tækt, hefir barnafólkið leyfi til þess enn. Hér er ekki staður til að deila um húsnæði og lífskjör barna. Hér skal ekki lasta né þakka það, sem ekki er gert. Hins verður að geta, sem gert er. Félagið Sumargjöf hefir unnið brautryðjandastarf, sem lengi verður minnst í sögu þessa bæjar. Enn er sagan stutt, en hún er innihaldsrík í minning- um barnanna, sem hafa verið í Grænuborg. Þau hafa lært að leika sér á víðavangi í stórum hóp og á prúðmannlegan hátt; það er þjóðfélagslegt uppeldi. Þau hafa átt góða daga í Grænuborg, borðað vel og braggast. Þau hafa komist í ofur- lítil kynni við náttúruna, velt sér í grasi, rótað í sandi og mold og skilið líf káigarðanna í kring. Á aldrinum, þegar hvert nýtt ár táknar nýtt og frjálsara tilverustig, er það lífs- nauðsyn að öðlast frelsið og máttinn og svala reynsluþorst- anum á slíkum stað, en ekki á götunni. — Sá, sem skilur þetta ekki, þyrfti að koma í Grænuborg og hlusta á vísu, sem oft er þar sungin þannig, að börnin fagna innihaldi hvers orðs ; það á við félagslíf þeirra. Síðan má heyra aðra krakka með sömu vísu á götunni, en lakara innihald. Vísan er bernskulýsing Þorsteins Erlingssonar og táknar vel þann heilbrigða soll, sem er nauðsynlegur góðum manns- efnum í bæ og sveit: Fyrr var oft í koti kátt, krakkar léku saman; þar var stundum hlegið hátt, hent að mörgu gaman. Úti úm stéttar urðu þar einatt skrítnar sögur, <, þegar saman safnast var sumarkvöldin fögur. Björn Sigjússon. Sumardagur á öskjuhlíð heitir bókin, sem Sumargjöf gefur út að þessu sinni. Er hún hinn 8. árg. af Sólskini. Þar er í barnalegu samtalsformi sagt frá fjölmörgu.er daglega ber fyrir auguReykjavíkur-barna. Bókin er samin af Geir Gígju kennara, sem að minnsta kosti á einu sviði náttúrufræðinnar mun vera fróðastur allra landsmanna.

x

Barnadagurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnadagurinn
https://timarit.is/publication/869

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.