Barnadagurinn - 22.04.1937, Blaðsíða 15
BARNADAGURINN 1937
15
R ú n ol
l.
(BernsJcuniinning).
Eftir Þorbjörgu Árnadóttur, hjúkrunarkonu.
„Þarna kemui' Rúna“. Barnahópurinn þaut af stað, til þess að taka
á möti Rúnu. 6 börn á aldrinum 3—9 ára kepptust hvert við annað.
-Minnsti krakkinn, svolítill hrokkinhærður stelpuhnokki, var síðust.
Hún vafraði áfram og stóð á öndinni af ákefð og mæði.
Rúna var þrifleg miðaldra kona. Andlitið var kringluleitt (og- sama
mætti segja um vaxtarlagið, ef einhverjum dytti ekki í hug að þykja
;það óviðfelldið orðatiltæki).
: í nærveru Rúnu varð maður ávallt var við undarlegan draumkennd-
an .ilm —. af sögum og ævintýrum, um fylgjur, drauga og huldufólk.
Þessi ilmur fylgdi Rúnu stöðugt. Það var ekki hægt að hugsa sér
r.ana án hans.
Börnin námp staðar rétt fyrir framan Rúnu og heilsuðu henni.
Rúna átti ehgin börn sjálf,-þó að hún væri gift. Þau hjónin voru Á
húsmennsku á bæ einum þar í sveitinni. Maðurinn hennar var vel hag-
nnæltur, ogkgat kastad fram fallegri stöku fyrirvaralítið. Skaplyndi
?þeirra hjóna’v.ar mjög ólíkt, því að hann var orðvar og fremur hæg-
tfara, en Rliha var örge.ðja og næstum því fljót á sér. Sérstaklega hafði
áiún orð á sér þar.í sveifinni fyr'ir snör tilsvör og Skrítnar athugasemdir.
Kannski var það af þvi að Rúna átti engin börn sjálf, að hún var
?svo viljug á að segja annara manná börnum sögur. Kannski var það af
því, að hugur hennav hneigðist ósjálfrátt að hinu draumkenrida, og
jiörfin til þess að .kynha það öðrum, bar hana ofurliði.
Tilgangurinn með komu Rúnu var eiginlega að hreinsa dúninn. Til
Vþessa starfa notaði hún trégrind meo sauðskinnsstreng’jum« Grindin vat'
jeins og harpa að lögun. Líldega hefir maðurinn hennar smíðað þetta
t’verkfæri handa henni, því að hluturinn sjálfur har Ijósíega vott um
fskáldskapartilhneigingu upphafsmannsins.
Rúna var þreytt og sveitt eftir ferðalagið. Hún þurrkaði sér í. fram-
"an með vasaklútnum sínum og stundi þurigan. Pyrst af öllu varð hún
að fara inn og heilsa upp á „frúna“, og svo átti hún að drekka kafíi
j.með nýbökuðum kökum. Börnin fylgdu Rúnu eftir og gleyptu allar
hreyfingar hennar með augunum, því að Rúna sjálf var æfintýri, sem
•■'ekki áttí sinn líka. Málfærið herinar var öðruvísi en annars fólks. Föt-
;in hennar voru öðruvísi en annara kvenna. Börnin gátu sér þess til á
;;Iaun, að líklega mundi hún vera í 5—6 pilsum, hverju utan yfir öðru,
.— en sannað var það ekki.
Loksins var: Rúna búin að drekka kaffið, og nú var farið fram í
íeldhúsið. Þar settist hún á lágan stól fyrir framan eldstæðið. Hún
lagði trégrindina yfir eldinn og tók handfylii sína af dún upp úr striga-
poka, sem stóð til taks við vinstri hlið hennar.
Dúninum var safnað úr andahreiðrunum á vorin, eftir ao ungarnir
voru flognír, og síðan var hann þurrkaður úti í sólskininu. Hann var
;harður af eggjaskurn, stráum og mold úr hreiðrunum, og minntj á. sól
íog sumar og litla andarunga.
Rúna hélt á tréspaða í hægri hendinni. Með honum velti hún dún-
;inum fram og aftur þangað til hann var allur kominn niður í gegnum
: „hörpustrengina“. og hékk neöan á grindinni eins og skýhnoðri yfir
írauðum gíæöum. Þá var kominn tími til þess að snúa hörpunni við. Og
‘svona gekk það þangað til allt eggjaskurnið, öil stráin, og öll moldin
ivoru horfin niður í giæöurnar, og dúnninn var orðinn mjúkur og hreinn
r— mátulegur í svæfla handa smábörnum.
Það var ekki annað Ijós í eidhúsinu en i’auði bjarminn frá glæðun-
m Skamrat frá eldstæðinu sátu börnin í hring á tréstubbum, skjól-
um á hvoifi, og þrífættum smástólum.
Rúna sagði sögur. Draumkenndi ilmurinn, sem alltaf fylgdi henni,
færðist nær, varð sterkari og sterkari. Upp-úr rauðum giæðunum stigu
ótal myndir, hver á eftir annari — myndir af fylgjum og draugum og
álfum og huldufólki. Plestar héldu þær sig úti við veggina, þar sem
Sjafnar-sápa.-------------------------
í SJAFNAR-sápum eru cinungis hrein og óblönduð olluefni.
Notið eingöngu SJAFNAR-SÁPUR.
SJAFNAR-sápur standa fyllilega jafnfætis beztu erlendum
sáputegundúm. Hyert stykki, sem selt er af SJAFNAR-sápum,
sparar þjóðinni erlendan gjaldeyri og eykur atvinnu í land-
inu. Það er þegar viðurkennt, að SJAFNAR-sápan er bæði
ódýr ogdrjúg.
SJAFNAR-handsápur gera húðina mjúka og eru tilbúnar fyr-
jr hið viðkvæmasta hörund. — Hver hyggin húsmóðir,
sem vill fá hreinan og blæfallegan þvott, notar eingöngu
SJAFNAR-ÞVOTTASÁPU.
—— -----——-----Sápuverksmiðjan S j ö f n.
Aílar íslenzkar plöfur
og íslenzkar nófur fást.
Katrín Viðar,
Hljóðfæraverzlun. Læ kjargötu 2.
Ldtið börnin drekka
Freyju
Suðusúkkulaði
Það er nærandi og styrkjandi drykkur
FLÓRA, Austurstræti 7
hefir strærsta úrval af fræi, fjölæru og einæru.
Einnig allskonar matjurta- og blómaplöntur.
Lifandi blóm höfum við alltaf i miklu úrvali
birtan var daufust. Land draumsýnanna varð að veruleika. Börnin héld-
ust í hendur. Það var alveg lífsnauðsynlegt að vera í áþreiíanlegu
jsambandi við lifandi manneskju innan um allar þessar sýnir. Og eng-
:3nn þorði að fara einsamall í gegnum „dimmaganginn" frammi í bæn-
nm, eftir slíka kvöldstund.
Þegar búið var að hreinsa dúninn, fór Rúna aftur heim til sín.
Barnahópui’ínn fylgdi henni eins langt og þau þorðu fyrir mömmu sinni.
Rúna hvarf á bak við hæðirnar en — upp úr sporum hennar steig
undarlegur draumkenndur ilmur — af sögum, ævintýrum og bláum
vökudraumum.