Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1973, Blaðsíða 41
SÓLIN OG STJÖRNUMERKIN
í stjörnuspáfræði er látið svo heita, að sólin gangi inn í merki
dýrahringsins eftirtalda daga, eða því sem næst: í hrútsmerki
21. marz, nautsmerki 20. apríl, tvíburamerki 21. maí, krabbamerki
22. júní, ljónsmerki 23. júlí, meyjarmerki 23. ágúst, vogarmerki
23 september, sporðdrekamerki 24. október, bogmannsmerki
22. nóvember, steingeitarmerki 22. desember, vatnsberamerki 20.
janúar og fiskamerki 19. febrúar.
Þarna er gengið út frá því, að sólin gangi í hrútsmerki um vor-
jafndægur, og að merkin séu öll jafn stór, þannig að sólin sé réttan
mánuð að ganga gegnum hvert merki. Hvorugt er rétt, ef miðað
ey við hin eiginlegu stjömumerki. Pólvelta jarðar, þótt hægfara
??> veldur því, að sólin gengur nú fyrr í stjörnumerkin en áður var.
Breytingin sem orðið hefur síðan á dögum Forn-Grikkja, er mót-
uðu stjörnuspákerfi dýrahringsins, nemur nærri því heilum mánuði.
Auk þess breytist leið sólarinnar nokkuð, þannig að hún getur með
úmanum gengið gegnum merki, sem ekki tilheyra hinum uppruna-
lega dýrahring.
Sé miðað við þær alþjóðalegu markalínur stjörnumerkjanna, sem
nu eru notaðar í stjörnufræði, gengur sólin nú inn í stjörnumerkin
nokkurn veginn sem hér segir: í hrútsmerki 18. apríl, nautsmerki
14. maí, tvíburamerki 21. júní, krabbamerki 20. júlí, ljónsmerki
10. ágúst, meyjarmerki 16. september, vogarmerki 30. október,
sporðdrekamerki 23. nóvember, naðurvaldamerki 30. nóvember,
bogmannsmerki 18. desember, steingeitarmerki 19. janúar, vatns-
neramerki 16. febrúar og fiskamerki 12. marz. Dagsetningamar
breytast að jafnaði um rúmlega einn dag á hverri öld.
GRÍSKA STAFRÓFIÐ
a alfa l jóta P ró
3 beta K kappa <7 sigma
Y gamma X lambda T tá
8 delta p muj l) ypsilon,
s epsilon V nuj <P fí
c zeta ksí X kí
n eta o ómíkron V psí
0 þeta 71 PÍ co ómega
(39)