Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1973, Side 45
(og sekúndu) um leið og sónninn hverfur, en ekki þegar hann
kemur aftur. Meðfylgjandi mynd sýnir dæmi um það, hvemig
merkjunum er háttað (í fjórar sekúndur fyrir og eftir kl. 14 30).
stund: 14 14
rninúta: 29 29
sekúnda: 56 57
14 14 14
29 29 30
58 59 00
14 14 14
30 30 30
01 02 03
14
30
04
i l I l I
sónn sónn sónn sónn
i I 1 1
in sónn sónn
Við mjög nákvæmar tímasetningar verður að taka tillit til þess
tíma sem það tekur útvarpsbylgjurnar að berast frá sendistöð-
inni, sem er í Bretlandi, en það er um 1/150 úr sekúndu. Aðrar
skekkjur í tímamerkjunum eru óverulegar í samanburði við þessa.
Hin útsendu tímamerki stjórnast af atómklukkum, sem eru stilltar
þannig að þær fylgi heimstíma (miðtíma Greenwich, núgildandi
staðaltíma á íslandi), en heimstíminn ræðst af möndulsnúningi
jarðar. Fram til ársins 1972 var þess gætt, að tímamerkin vikju ekki
meira en 0,1 s frá heimstíma. Til þess að svo mætti verða, þurfti
alloft að breyta klukkunum um 0,1 s og jafnvel að breyta ganghraða
þeirra, vegna smávægilegra breytinga á möndulsnúningi jarðar.
Frá og með 1. janúar 1972 var ákveðið að halda gangi klukknanna
jöfnum, þannig að lengd hverrar sekúndu yrði framvegis í fullu
samræmi við skilgreiningu atómsekúndunnar frá 1964 (sjá almanak
1970, bls. 38). Leiðréttingar á tímamerkjunum til að halda sam-
r*mi við heimstímann verða framvegis aðeins gerðar með því að
bæta við eða fella niður heila sekúndu í merkjunum, og verður það
gert um mitt ár (30. júní) eða í árslok (31. des.). Stefnt er að því, að
hinn útsendi tími víki aldrei meira en 0,7 s frá þeim heimstíma,
sem ráða má af möndulsnúningi jarðar. Munurinn hverju sinni er
látinn koma fram í tímamerkjunum með þvt að tvöfalda tiltekin
sekúndumerki. Ef 1.-7. sekúndumerki eftir hvert mínútumerki er
tvöfaldað, merkir það að jörðin er of fljót í snúningi sínum sem
svarar 0,1 til 0,7 sekúndum (eftir því hve mörg merki eru tvöfölduð),
en ef 9.-15. merki frá mínútumerkinu er tvöfaldað, merkir það að
jörðin er of sein í snúningi sínum um 0,1-0,7 s miðað við tíma-
merkin. Rétt er að taka fram, að upplýsingarnar um þennan mis-
mun eru látnar fylgja tímamerkjunum vegna aðila, sem sérstaklega
burfa á því að halda við mælingar eða rannsóknir, en alls ekki til
þess að klukkur eða tímasetningar séu leiðréttar sem þessu svarar.
Ems og sakir standa má reikna með því, að bæta þurfi inn auka-
sekúndum í tímamerkin svo sem einu sinni á ári, vegna þess að 365
(eða 366) jarðsnúningar taka nú um það bil einni sekúndu lengri
tima en þeir gerðu á því skeiði (á 19. öld), sem lengd atómsekúnd-
unnar svarar til.
(43)