Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1973, Síða 56
við búnaðarskólann á Hvanneyri. Söluskattur á ýms-
um landbúnaðarafurðum var afnuminn 1. ágúst. í
árslok 1971 var búfjáreign íslendinga:
Nautgripir .... 59 197 (árið áður 53 294)
Af þeim voru mjólkurkýr 35 840 ( 34 275)
Sauðfé............... 786 234 (735 543)
Hross ............... 36 706 ( 33 472)
Útflutningur á landbúnaðarafurðum var sem hér
segir í millj. kr. (í svigum tölur frá 1970):
Loðskinn 194,8 (166,4)
Fryst kindakjöt 153,0 (188,2)
Saltaðar gærur 53,7 (111,9)
Ostur 42,5 ( 27,9)
Lifandi hross 30,6 ( 14,0)
Mjólkurduft 26,1 ( 15,4)
Ull 17,4 ( 21,5)
Kasein 13,6 ( 13,2)
Frystur kindainnmatur .. 10,0 ( 9,8)
Skinn og húðir 9,7 ( 8,1)
Refa- og minkaskinn ... 3,2 ( 0 )
Saltaðar garnir 2,9 ( 5,0)
Ýmsar landbúnaðarvörur 36,6 ( 19,5)
Embætti.
Nokkrar embættisveitingar o. fl. [5. nóvember
1970 afhenti Magnús V. Magnússon skilríki sín sem
ambassador Islands í Brasilíu og 12. nóvember í
Argentínu. 12. desember 1970 var Jón Ingimarsson
skipaður skrifstofustjóri í heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðuneytinu. 29. desember 1970 var Guð-
(54)