Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1973, Page 65
Æskulýðsmót vinabæja Akureyrar var haldið á
Akureyri í júlí. Danskur maður, H. Tholstrup, kom
á hraðbáti til íslands í júlí á leið til Ameríku. Sam-
göngunefnd Norðurlanda hélt fund á Höfn í Horna-
firði í júlí. Urho Kekkonen, forseti Finnlands, kom
í einkaerindum til íslands í júlí og stundaði lax-
veiðar. Fundur bókasafnastjóra á Norðurlöndum
var haldinn í Reykjavík í júlí. Félög Sameinuðu
þjóðanna á Norðurlöndum héldu fund í Reykjavík í
ágúst. Fundur norrænna embættislækna var hald-
inn í Reykjavík í ágúst. Fundur norrænna safna-
starfsmanna var haldinn í Reykjavík í ágúst. Nor-
ræn símaráðstefna var haldin í Reykjavík í ágúst.
Fundur norrænna málnefnda var haldinn á Hreða-
vatni í ágúst. Fundur norrænna rafverktaka var
haldinn í Reykjavík í ágúst. Flokkur bandarískra
þingmanna heimsótti ísland í ágúst. Landlæknir
Breta, Sir George E. Godber, flutti fyrirlestur hér
á landi í ágúst. Bahaitrúarmenn héldu þing í Reykja-
vík í sept. Norræn ráðstefna um mengunarmál var
haldin í Reykjavík í sept. Aðstoðarutanríkisráð-
herra Suður-Kóreu, Suk Heun Yun, heimsótti ísland
í sept. Fundur alþjóðalögreglusamtakanna var hald-
inn í Reykjavík í sept. Mót norrænna byggðasögu-
fræðinga var haldið hér á landi í sept. Norræna
flugmálasambandið hélt þing í Reykjavík í sept.
L- M. Knutzen, yfirmaður Hjálpræðishersins í Ev-
rópu, heimsótti ísland í sept. Stjórn Kennarasam-
bands Norðurlanda hélt fund í Reykjavík í sept.
Forseti alþjóðasamband ungra verzlunarmanna
(Junior Chamber international), G. Sinclair, heim-
sótti Island í sept. Tage Erlander, fyrrv. forsætis-
ráðherra Svía, og Einar Gerhardsen, fyrrv. forsæt-
isráðherra Norðmanna, heimsóttu ísland í sept.