Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1973, Side 72
skráðir voru frá Tækniskóla íslands fyrstu tækni-
fræðingarnir, sem fullmenntaðir eru hér á landi.
Iðnþing íslendinga var haldið í Reykjavík í septem-
ber. Útflutningur á íslenzkum iðnaðarvörum í millj.
kr. (í svigum tölur frá 1970):
Á1 887,5 (1707,7)
Kísilgúr 157,2 ( 126,6)
Prjónavörur úr ull .... 123,2 ( 100,9)
Ullarteppi 45,5 ( 20,9)
Ullarlopi og ullarband . 26,0 ( 31,8)
Ýmsar aðrar iðnaðarvörur voru fluttar út fyrir
166,0 millj. kr. (73,2). Frímerki voru flutt úr fyrir
20,2 millj. kr. (27,8), gömul skip fyrir 21,5 millj.
kr. (18,0) og gamlir málmar fyrir 13,3 millj. kr.
(45,8).
íþróttir.
Blak. Blakmót var haldið í Reykjavík í apríl, og
sigraði íþróttafélag stúdenta.
Borðtennis. Fyrsta íslandsmót í borðtennis var
haldið í Reykjavík í maí. íslenzk sveit keppti á
Norðurlandamóti í Osló í nóvember.
Bridge. íslandsmót í sveitakeppni í bridge var
haldið í Reykjavík í maí, og varð sveit Hjalta Elías-
sonar íslandsmeistari. Islendingar tóku þátt í Evr-
ópumeistaramóti í bridge í Aþenu í nóvember og
urðu í 14. sæti af 22.
Fimleikar. Fimleikameistaramót íslands var hald-
ið í Reykjavík í apríl. Þar varð Herbert Halldórs-
son íslandsmeistari í karlaflokki, en Brynhildur
Ásgeirsdóttir í kvennaflokki.
Frjálsíþróttir. Frjálsíþróttamót íslands innanhúss
(70)