Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1973, Page 74
leiki við Rúmena, heimsmeistarana, í Reykjavík í
marz. Rúmenar unnu fyrri leikinn, en síðari leik-
urinn varð jafntefli. Norðurlandamót pilta fór fram
í Reykjavík í marzlok. Þar unnu íslendingar Norð-
menn og Finna, gerðu jafntefli við Svía, en töpuðu
fyrir Dönum. Svíar unnu mótið. í apríl háðu íslend-
ingar og Danir tvo landsleiki í Reykjavík. íslend-
ingar unnu fyrri leikinn, en Danir hinn síðari. Ungl-
ingalið Fimleikafélags Hafnarfjarðar sigraði í hand-
knattleik kvenna á alþjóðlegu móti í Gautaborg í
ágúst. F. H. háði tvo leiki við franska liðið Ivry í
október, hinn fyrri á íslandi, hinn síðari í Frakk-
landi, og vann báða leikina. í nóvember háði F.H.
tvo leiki í Reykjavík við finnsku meistarana U.K.
51, og vann báða leikina. íslenzkt lið tók þótt í Norð-
urlandakeppni unglinga í Danmörku í nóvember. Þar
gerðu íslendingar jafntefli við Svía og Norðmenn,
en töpuðu fyrir Dönum. Um mánaðamótin nóv.—
des. fóru fram í Reykjavík tveir landsleikir milli ís-
lendinga og Júgóslafa, og unnu Júgóslafar báða
leikina. í desember háði Fimleikafélag Hafnarfjarð-
ar tvo leiki við Júgóslafíumeistarana Partizan Bjel-
ovar, hinn fyrri í Reykjavík, hinn síðari í Karlovac í
Júgóslafíu. Júgóslafneska liðið vann báða leikina.
Auk þessa kepptu dönsk og ungversk handknatt-
leikslið hér á landi.
Hjólreiðar. Tveir íslendingar, karl og kona, tóku
þátt í hjólreiðakeppni milli Oslóar og Björgvinjar
í júní.
ísknattleikur. Bæjakeppni í ísknattleik milli
Reykjavíkur og Akureyrar fór fram í Reykjavík í
janúar, og vann Akureyri.
íþróttamaður ársins. Hjalti Einarsson var kjör-
inn íþróttamaður ársins fyrir afrek í handknattleik.
(72)