Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1973, Síða 84
Snorri Pétursson, I. 10,72. Stefán R. Kristinsson,
I. 11,68. Sveinbjörn Óskarsson, I. 11,56. Sveinn E.
Sigurðsson, I. 10,73. Tómas Gunnarsson, I. 11,65.
Úlfar B. Thoroddsen, I. 11,50. Þórleifur Jónsson,
I. 12,66. Þorsteinn P. Gústafsson, II. 9,31.
Doktorspróf við Háskóla Islands. 13. febrúar var
Jón Steffensen fyrrv. prófessor kjörinn heiðurs-
doktor við læknadeild Háskóla íslands. 24. apríl
varði Guðmundur Pálmason doktorsritgerð við verk-
fræði- og raunvísindadeild Háskóla íslands. Fjallaði
hún um rannsóknir á berggrunni íslands með hlið-
sjón af einkennum jarðskjálfta, sem er komið af stað
með sprengingum. 5. júní varði Pálmi Möller dokt-
orsritgerð við læknadeild Háskóla íslands. Fjallaði
hún um skarð í vör og holgóm. 26. júní varði Björn
Þorsteinsson doktorsritgerð við heimspekideild Há-
skóla íslands. Fjallaði hún um ensku öldina í sögu
Islendinga. 2. september var Magnús Már Lárusson
háskólarektor kjörinn heiðursdoktor við guðfræði-
deild Háskóla íslands. 23. október voru þessir heið-
ursdoktorar kjörnir við Háskóla íslands í tilefni af
sextíu ára afmæli skólans: Lajos Ordass (guðfræði-
deild), Einar Haugen (heimspekideild), M. I. Steblin-
Kamrijnskij (heimspekideild), Gylfi Þ. Gíslason
(viðskiptadeild), Svante Bergström (lagadeild),
Vinding Kruse (lagadeild), Stephan Hurwitz (laga-
deild) og Gúnther Beitzke (lagadeild). 4. des. varði
Lúðvík Ingvarsson doktorsritgerð við lagadeild Há-
skóla íslands. Fjallaði hún um refsingar á íslandi
á þjóðveldistímanum.
Erlend háskólapróf o. fl. Margir íslendingar luku
prófum við erlenda háskóla, en upplýsingar um þau
vantar að mestu. Eru menn vinsamlega beðnir að
senda árbókinni upplýsingar um háskólapróf ís-
(82)
j